MICROSOFT – SKILMÁLAR FYRIR HUGBÚNAÐARLEYFI MICROSOFT DYNAMICS NAV FYRIR WINDOWS

Þessir leyfisskilmálar eru samningur milli Microsoft Corporation (eða tengdra fyrirtækja, eftir því hvar þú býrð) og þín. Vinsamlegast lestu þetta vandlega. Þessi samningur gildir um hugbúnaðinn sem nefndur er hér að framan, þ.m.t. um þann miðil sem hann var afhentur á, ef einhver er. Hann gildir einnig um alla(r)

 • uppfærslur

 • viðbætur

 • þjónustu á internetinu og

 • þjónustu við notendur

frá Microsoft fyrir hugbúnaðinn, nema aðrir skilmálar fylgi því efni. Í þeim tilvikum gilda þeir skilmálar.

Samningur þessi tekur gildi í fyrsta sinn sem þú sækir, setur upp eða notar hugbúnaðinn. Með því að sækja, setja upp eða nota hugbúnaðinn samþykkir þú þennan samning. Ef þú samþykkir ekki samninginn skalt þú ekki sækja, setja upp eða nota hugbúnaðinn. Ef einstaklingur gengst undir þennan samning fyrir hönd lögaðila staðfestir sá einstaklingur að hann eða hún hafi heimild til að gera slíkan samning fyrir hönd þess aðila.

Farir þú eftir samningi þessum hefurðu þann rétt sem tilgreindur er hér á eftir.

 1. UPPSETNINGAR- OG NOTKUNARRÉTTUR.

  1. Uppsetning og notkun. Þú mátt setja upp og nota hvaða eintakafjölda hugbúnaðarins sem er í tækjum þínum sem keyra nútímalegar útgáfur af Windows eða þær útgáfur stýrikerfisins sem hafa komið út síðar (almennt, „Windows 8“) og sem eru tengdar Microsoft-reikningnum sem er tengdur við Windows Store reikninginn þinn. Þessi hugbúnaður krefst tengingar um þráðlaust netkerfi við tölvukerfi sem keyra afrit, með gildu leyfi, af Microsoft Dynamics NAV 2015 eða síðari útgáfu fyrir spjaldtölvur og krefst afrita, með gildu leyfi, af Microsoft Dynamics NAV 2016 fyrir öll önnur tæki (síma, borðtölvur o.s.frv.). Það gæti þurft að uppfæra Microsoft Dynamics NAV hugbúnaðinn til að fá fulla virkni. Auk þess eru sumir eiginleikar ef til vill ekki tiltækir í öllum löndum.

  2. Forrit frá þriðja aðila. Hugbúnaðurinn kann að innihalda forrit frá þriðja aðila sem Microsoft, ekki þriðji aðilinn, veitir þér leyfi til að nota samkvæmt samningi þessum. Tilkynningar, ef einhverjar eru, sem tengjast forriti þriðja aðila eru eingöngu meðfylgjandi þér til upplýsingar.

 2. NETAÐGANGS KANN AÐ VERA KRAFIST. Gjöld kunna að vera innheimt vegna netaðgangs, gagnaflutninga eða annarrar þjónustu, í samræmi við gagnaáskrift og annarra samninga við farsímafyrirtæki vegna notkunar á hugbúnaðinum. Þú berð alla ábyrgð á öllum gjöldum farsímafyrirtækis.

 3. ÞJÓNUSTA Á INTERNETINU. Microsoft býður upp á þjónustu fyrir hugbúnaðinn á internetinu. Fyrirtækið getur breytt þjónustunni eða hætt að veita hana hvenær sem það kýs. Þér er ekki heimilt að nota þessa þjónustu á neinn þann hátt sem gæti skaðað hana eða spillt notkun annarra á henni. Þér er ekki heimilt að nota þessa þjónustu til að reyna, í leyfisleysi, að fá aðgang að þjónustu, gögnum, reikningi eða neti með nokkrum hætti.

 4. UMFANG LEYFIS. Veitt er notendaleyfi fyrir hugbúnaðinn, hann er ekki seldur. Þessi samningur veitir þér einungis tiltekinn rétt til notkunar á hugbúnaðinum. Microsoft áskilur sér allan annan rétt. Að því undanskildu að gildandi lög veiti meiri réttindi, þrátt fyrir þessa takmörkun, má aðeins nota hugbúnaðinn eins og sérstaklega er heimilað í þessum samningi. Við það verður þú að hlíta öllum tæknilegum takmörkunum hugbúnaðarins sem gera þér einungis kleift að nota hann á tiltekinn hátt. Þú hefur ekki heimild til að:

  • vinna þig framhjá tæknilegum takmörkunum hugbúnaðarins;

  • bakhanna, bakþýða eða baksmala hugbúnaðinn, að því undanskildu og að því marki sem gildandi lög heimila slíkt klárlega, þrátt fyrir þessa takmörkun;

  • taka fleiri afrit af hugbúnaðinum en tilgreint er í þessum samningi eða heimilt er samkvæmt gildandi lögum, þrátt fyrir þessa takmörkun;

  • gera hugbúnaðinn aðgengilegan til afritunar fyrir aðra;

  • dreifa, leigja eða lána hugbúnaðinn;

  • framselja hugbúnaðinn eða þennan samning til þriðja aðila; eða

  • nota hugbúnaðinn fyrir almenna hýsingarþjónustu í viðskiptaskyni.

 5. SKRIFLEG GÖGN. Þér er heimilt að afrita og nota skrifleg gögn sem hliðsjónarefni.

 6. TAKMARKANIR Á ÚTFLUTNINGI. Hugbúnaðurinn fellur undir bandarísk lög og reglur um útflutning. Þú verður að hlíta öllum innlendum og alþjóðlegum lögum og reglum um útflutning sem gilda um hugbúnaðinn. Þessi lög fela í sér takmarkanir varðandi áfangastaði, endanlega notendur og endanlega notkun. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.microsoft.com/exporting.

 7. ÞJÓNUSTA VIÐ NOTENDUR. Þar sem hugbúnaðurinn er afhentur „eins og hann er“ er ekki víst að við bjóðum upp á þjónustu við notendur hans. Microsoft og farsímafyrirtækið þitt bera ekki ábyrgð á því að bjóða upp á þjónustu við notendur hugbúnaðarins.

 8. YFIRLÝSINGAR UM HÖFUNDARRÉTT. Microsoft og Microsoft Dynamics eru annaðhvort skrásett vörumerki eða vörumerki Microsoft Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.

 9. SAMNINGURINN Í HEILD. Þessi samningur, og skilmálarnir vegna viðauka, uppfærslna, þjónustu á internetinu og þjónustu við notendur sem þú notar, eru heildarsamningurinn fyrir hugbúnaðinn og þjónustu við notendur.

 10. LÖG SEM GILDA UM SAMNINGINN.

  1. Bandaríkin. Hafirðu fengið þennan hugbúnað í Bandaríkjunum lýtur samningur þessi lögum Washington-fylkis um túlkun hans og skulu þau lög gilda um kröfur vegna brota á ákvæðum samningsins, án tillits til lagaskilareglna. Viðkomandi fylkislög gilda um allar aðrar kröfur, þar með talið kröfur sem falla undir lög um neytendavernd, samkeppnislög og skaðabótarétt.

  2. Utan Bandaríkjanna. Hafirðu fengið hugbúnaðinn í einhverju öðru landi gildir löggjöf þess lands.

 11. RÉTTARÁHRIF. Samningur þessi lýsir tilteknum lagalegum réttindum. Önnur réttindi kunna að gilda samkvæmt viðkomandi landslögum. Þú kannt einnig að eiga réttindi gagnvart þeim aðila sem þú fékkst hugbúnaðinn frá. Samningur þessi hefur ekki áhrif á lagalegan rétt þinn samkvæmt viðkomandi landslögum, ef landslög heimila ekki slíkt.

 12. ÞRIÐJI AÐILI AÐ SAMNINGNUM. Þú samþykkir að Microsoft og dótturfélög þess séu þriðji aðili að samningnum, og Microsoft hafi rétt á að framfylgja samkomulagi þessu.

 13. AFSAL ÁBYRGÐAR. Leyfið er veitt fyrir hugbúnaðinum „eins og hann er“, „með öllum göllum“ og „í samræmi við framboð“. Þú berð áhættuna af því að nota hann. Microsoft og farsímafyrirtæki sem dreifa hugbúnaðinum yfir sitt net, og öll viðkomandi tengd félög okkar, og birgjar („tryggðir aðilar“), gefa engar sérstakar ábyrgðir, tryggingar eða skilyrði sem fylgja eða tengjast hugbúnaðinum. Þú kannt að eiga viðbótarréttindi og lögboðna tryggingu sem neytandi skv. lögum á hverjum stað og breytir þessi samningur ekki neinu þar um. Microsoft og tryggðir aðilar undanskilja söluhæfni, ábyrgð á að varan henti tiltekinni notkun og brot á höfundarrétti, að því marki er viðkomandi landslög leyfa.

  FYRIR ÁSTRALÍU – Þú hefur lögboðna tryggingu undir áströlsku neytendalöggjöfinni (Australian Consumer Law) og engu í þessum skilmálum er ætlað að hafa áhrif á þau réttindi.

 14. TAKMARKAÐAR OG UNDANSKILDAR SKAÐABÆTUR OG ÚRRÆÐI. Microsoft og birgjar þess bæta einungis beint tjón sem nemur allt að einum Bandaríkjadal. Ekki fást bætur vegna annars konar tjóns, þar með talið afleidds tjóns, tekjutaps eða tiltekins, óbeins, refsiverðs eða tilfallandi tjóns frá neinum tryggðum aðila.

  Þessar takmarkanir gilda um

  • allt það sem tengist hugbúnaðinum, þjónustu, innihaldi (þar með talið kóða) á vefsetri þriðja aðila, eða kerfi þriðja aðila, og

  • kröfur vegna samningsbrota, brota á ábyrgð, tryggingu eða skilyrðum, hlutlægrar ábyrgðar, gáleysis eða vegna annarra skaðaverka að því marki er gildandi lög leyfa.

  Þetta á við jafnvel þótt lagfæring, endurnýjun eða endurgreiðsla hugbúnaðarins bæti þér ekki upp að fullu fyrir nokkurt tjón, eða þótt Microsoft eða tryggðir aðilar hafi vitað eða átt að vita um möguleika á tjóni. Ekki er víst að ofangreindar takmarkanir gildi um þig þar sem ekki er víst að takmarkanir eða útilokanir vegna tilfallandi, afleiddra eða annars konar tjóna séu leyfilegar í ríki, héraði eða heimalandi þínu.

See Also

Concepts

Legal Resources for Microsoft Dynamics NAV and Microsoft Dynamics C5

Other Resources

Microsoft Dynamics NAV 2015