Studd póstforrit og eiginleikar

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-11-01

Hægt er að fá aðgang að tölvupóstreikningnum á margvíslegan hátt. Algengustu leiðirnar eru að nota Outlook Web App eða uppsetta útgáfu af Microsoft Office Outlook eða Microsoft Entourage. Þessi forrit veita aðgang að tölvupósti og margvíslegum öðrum samstarfseiginleikum. Auk þessara forrita er hægt að tengjast tölvupóstreikningnum með því að nota Outlook Voice Access, margvísleg önnur póstforrit og farsímann sinn.

Frekari leiðbeiningar um uppsetningu er að finna í Leiðsagnarforrit fyrir uppsetningu tölvupósts og Uppsetningarleiðsögn fyrir farsíma.

Tengjast tölvupóstreikningnum

Eftirfarandi mynd sýnir nokkrar leiðir til þess að tengjast tölvupóstreikningnum.

Aðferðir sem þú notar til að tengjast við pósthólfið.

Eftirfarandi listi veitir frekari upplýsingar um hverja tengingaraðferð.

  • Vafri   Notaðu Outlook Web App og léttu útgáfuna af Outlook Web App með vöfrum á borð við Internet Explorer, Mozilla Firefox, Google Chrome og Apple Safari.

  • Tölvupóstforrit á netinu   Notaðu hvaða forrit sem styður IMAP4 eða POP3, eins og Mozilla Thunderbird, Outlook Express eða Windows Live Mail.

  • Aðgangur að Exchange-reikningi í gegnum Outlook eða Entourage Á meðal forrita sem styðja aðgang að Exchange-reikningum eru Outlook 2007, Outlook 2010, Outlook 2013, Outlook 2011 for Mac og Entourage 2008 Web Services Edition.

  • Aðgangur að Exchange-reikningi í gegnum Póst í Windows 8 og Apple Mail   Windows 8 Mail styður aðgang að Exchange-reikningum í gegnum Exchange ActiveSync. Apple Mail 10.6 Snow Leopard og Apple Mail 10.7 Lion styðja einnig aðgang Exchange-reikninga. Útgáfur Apple Mail 10.5 Leopard og fyrri útgáfur Apple Mail nota IMAP4 eða POP3. Outlook 2003 er aðeins stutt ef IMAP4 eða POP3 er notað.

  • Farsímar með internettengingu   Hægt er að tengjast með því að nota Android-farsíma, BlackBerry, iPhone, iPad, iPod Touch, Nokia (Symbian), Windows Phone, Windows Mobile eða síma eða spjaldtölvu með nettengingu.

  • Allir símar   Notaðu Outlook Voice Access með hvaða síma sem er til þess að fá aðgang að tölvupósti, dagbók og tengiliðum.

Samanburður á eiginleikum í forritum með stuðning

Í eftirfarandi töflu er tekið saman hvað er ólíkt og hafa þyrfti í huga áður en tölvupóstforrit sem á að nota til að tengjast tölvupóstreikningi er valið.

Tölvupóstforrit Breyta og skoða tengiliði, dagbókaratriði, verk og tölvupóstskeyti Breyta og skoða tölvupóstmöppur aðrar en innhólfið Hlusta á talhólf Fá aðgang að upplýsingum utan nets Sjálfvirk uppsetning Aðgengi fyrir blinda eða sjónskerta notendur

Outlook Web App

Nei

Á ekki við

Nei

Létta útgáfan af Outlook Web App

Nei

Á ekki við

Outlook 2007, Outlook 2010 eða Outlook 2013

Windows 8 Mail

Outlook 2011 fyrir Mac

Entourage 2008, vefþjónustuútgáfa

Forrit sem nota Exchange ActiveSync

Sum forrit styðja hugsanlega aðgengisaðgerðir.

Outlook Voice Access

Á ekki við

Á ekki við

Ekki tiltækt

Forrit sem nota POP3

Nei

Nei

Nei

Nei

Sum forrit styðja hugsanlega aðgengisaðgerðir.

Forrit sem nota IMAP4

Nei

Nei

Nei

Sum forrit styðja hugsanlega aðgengisaðgerðir.

Outlook Web App

Hægt er að fá aðgang að tölvupóstinum í ýmsum gerðum vafra. Hægt er að nota hvaða tölvu sem er sem er tengd internetinu eða staðbundnu innra neti, hvort sem þú ert heima, á skrifstofunni eða á ferð. Hægt er að skoða og breyta tölvupóstskeytum, erindum, fundum, tengiliðum og verkum. Einnig getur þú hlustað á talskilaboð og lesið textaskilaboð. Meðal annars sem hægt er að gera með Outlook Web App:

  • Athuga stafsetningu

  • Nota ýmsar leturgerðir, liti og stærðir í tölvupóstskeytum

  • Flokka tölvupóstskeyti á ýmsa vegu

  • Fá áminningu um atburði í vændum

Létta útgáfan af Outlook Web App inniheldur sumar af sömu aðgerðunum og Outlook Web App. Léttari útgáfan kemur til móts við upplifun blindra og sjónskertra og hægt að keyra hana með hvaða vafra sem er. Nokkrar aðgerðir eru ekki tiltækar í léttu útgáfunni, þar á meðal:

  • Áminningar

  • Að skoða dagbókina eina viku í einu

  • Að breyta talhólfsvalkostum

  • Að breyta litaskema

Vafraútgáfur sem á að nota með Outlook Web App

Til að fá nánari upplýsingar um studda vafra, sjá Studdir vafrar.

Outlook 2003, Outlook 2007, Outlook 2010, Outlook 2013 og Outlook 2011 for Mac

Ef þú notar Outlook 2007, Outlook 2010, Outlook 2013 eða Outlook 2011 for Mac geturðu sett upp tengingu við tölvupóstreikninginn þinn með því að nota Exchange-þjón eða sett upp tengingu við reikninginn þinn með því að nota IMAP4 eða POP3. Tenging Outlook 2007, Outlook 2010, Outlook 2013 eða Outlook 2011 for Mac í gegnum Exchange-reikning býður upp á fleiri eiginleika með IMAP4 eða POP3, þar á meðal:

  • Aðgang að tölvupósti, tengiliðum og dagbók þegar þú ert ekki með tengingu við internetið.

  • Getuna til að stinga upp á nýjum tíma fyrir fundarbeiðnir sem berast.

  • Getuna til að flytja inn, flytja út og safnvista tengiliði og aðrar upplýsingar vistaðar í Outlook.

Ef pósthólfið er í skýjaumhverfi (til dæmis í Microsoft Office 365 fyrir stór fyrirtæki eða Office 365 fyrir fagfólk og minni fyrirtæki) og þú vilt tengja reikninginn við Outlook 2003 verður þú að velja POP3 eða IMAP4 þegar þú setur reikninginn upp. Frekari upplýsingar um stuðning við Outlook 2003 má finna undir fyrirspurninni "Get ég notað Outlook 2003 til að tengjast tölvupóstreikningnum mínum?" í Algengar spurningar: Tölvupóstforrit.

Entourage 2008, vefþjónustuútgáfa

Þú getur tengt Microsoft Entourage 2008 fyrir Mac OS X við reikninginn þinn með vefþjónustuútgáfu Entourage 2008. En fyrst þarftu að setja upp vefþjónustuútgáfu Entourage 2008. Þessi útgáfa af Entourage er tiltæk sem uppfærsla á Microsoft Office 2008 fyrir Mac.

Til að sækja þessa uppfærslu og fá upplýsingar um vefþjónustuútgáfuna skaltu fara á vefsíðuna Microsoft Entourage 2008 for Mac, Web Services Edition.

Þótt líka sé hægt að tengja Entourage fyrir Mac OS X við reikninginn (annað hvort Entourage 2004 eða Entourage 2008) með POP3 eða IMAP4, veitir það ekki aðgang að öllum aðgerðum sem eru tiltækar ef Exchange reikningur er notaður til að tengjast. Ef tengst er með Entourage 2008, Web Services Edition, getur þú samstillt athugasemdir, verk, dagbókaratriði og flokka milli Outlook Web App og Entourage 2008.

Outlook Voice Access notað til að fá aðgang að tölvupóstreikningi

Hægt er að nota Outlook Voice Access úr hvaða síma sem er og til þess að hlusta á talskilaboð, fá aðgang að upplýsingum um einkatengilið og eiga samskipti við dagbók. Hægt er að nota röddina eða talnaborð símans til þess að fara um Outlook Voice Access valmyndir.

Í ágripi af Outlook Voice Access leiðarvísi eru upplýsingar um alla valmyndarvalkosti og hvernig á að fara um valmyndirnar. Hægt er að sækja leiðarvísinn í niðurhalsveri Microsoft.

Farsíminn notaður til að fá aðgang að tölvupóstreikningi

Hægt er að setja marga síma upp þannig að þeir veiti aðgang að tölvupóstreikningi. Ef þú ert með farsíma með Windows Mobile eða iPhone frá Apple getur þú notað Exchange ActiveSync til að fá aðgang að tölvupóstskeytum, dagbókinni þinni, tengiliðum og verkum í símanum. Aðrir farsímar styðja samskiptareglur bæði IMAP4 og POP3 sem gera mögulegt að senda og taka á móti tölvupóstskeytum í símanum.

Önnur tölvupóstforrit notuð til að fá aðgang að tölvupóstreikningi

Ef tölvupóstreikningurinn þinn styður POP3 og IMAP4 er hægt að setja hann upp til þess að senda og taka á móti tölvupóstinum þínum. Ekki er hægt að nota IMAP4 eða POP3 til þess að fá aðgang að tengiliðum, verkum eða dagbók. Meðal fleiri forrita sem hægt er að nota til að fá aðgang að tölvupóstreikningi með IMAP4 eða POP3 eru:

  • Microsoft Outlook Express

  • Windows Mail

  • MicrosoftEntourage

  • Mozilla Thunderbird

  • Mac Mail fyrir Mac OS X

noteAth.:
Ef þú keyrir Mac OS 10.6 Snow Leopard notar þú ekki IMAP eða POP til þess að tengjast tölvupóstreikningnum þínum. Að tengjast reikningnum með Mail for Mac OS 10.6 Snow Leopard krefst ekki jafn mikillar handvirkrar grunnstillingar. Frekari upplýsingar er að finna í Uppsetning á aðgangi Mail fyrir Mac OS 10.6 Snow Leopard að tölvupóstreikningnum þínum.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Notkun Outlook Web App í farsíma er ekki studd.

  • Ef þú reynir að opna Outlook Web App á tölvu eða vafra sem er ekki studdur, opnast létta útgáfan af Outlook Web App í staðinn.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?