Uppsetning á Mail fyrir Mac OS X fyrir IMAP- eða POP-aðgang að tölvupóstreikningnum þínum

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-05-10

Þú getur tengt Mail fyrir Mac OS X við tölvupóstreikninginn þinn með því að nota POP3- eða IMAP4-tengingu. Þessi skref eiga við um Mac OS 10.4 Tiger og Mac OS 10.5 Leopard.

Ef þú notar Mac OS 10.6 Snow Leopard eða Mac OS 10.7 Lion skaltu skoða hlutann „Hvar finn ég frekari upplýsingar?“ aftast í þessu efnisatriði.

Hvernig set ég upp Mail fyrir Mac OS X fyrir IMAP- eða POP-aðgang að tölvupóstreikningnum mínum?

  1. Opnaðu Mail og gerðu eitt af eftirfarandi:

    • Ef þú hefur aldrei sett upp tölvupóstreikning með Mail birtist síðan Velkomin/n í Mail. Farðu í 2. skref.

    • Ef þú hefur áður sett upp tölvupóstreikninga í Mail skaltu fara í valmyndina Póstur og smella á Kjörstillingar. Á flipanum Reikningar skaltu smella á plúsmerkið (+) neðst á yfirlitssvæðinu til að opna gluggann Bæta við reikningi.

  2. Í glugganum Velkomin/n í Mail eða Bæta við reikningi:

    1. Í reitnum Fullt nafn slærðu inn nafnið sem þú vilt að birtist þeim sem þú sendir tölvupóst.

    2. Í reitnum Netfang skaltu færa inn aðalnetfangið þitt.

    3. Í reitnum Aðgangsorð skaltu slá inn aðgangsorðið fyrir Outlook Web App reikninginn þinn og smella svo á Halda áfram.

  3. Í glugganum Þjónn fyrir innsendan póst skaltu gera eftirfarandi:

    1. Við Reikningsgerð velurðu POP eða IMAP. IMAP styður fleiri aðgerðir.

    2. Í reitnum Lýsing slærðu inn heiti sem gefur þér til kynna tilgang tölvupóstreikningsins.

    3. Í reitnum Þjónn fyrir aðsendan póst slærðu inn heiti POP3- eða IMAP4-þjónsins. Upplýsingar um hvernig þú finnur heiti (POP3 or IMAP4) þjóns fyrir aðsendan póst er að finna í Hvernig finn ég vefþjónsstillingarnar? síðar í þessu efnisatriði.

    4. Í reitinn Netfang skaltu færa inn aðalnetfangið þitt.

    5. Í reitinn Aðgangsorð skaltu slá inn aðgangsorðið fyrir reikninginn ef það er ekki þegar birt í reitnum.

    6. Smelltu á Halda áfram. Mail athugar þá tenginguna við þjóninn fyrir aðsendan póst með sjálfgefnum stillingum.

      noteAth.:
      Ef prófunin heppnast ekki skaltu smella aftur á Halda áfram. Þú getur sannprófað stillingarnar eftir að þú hefur lokið þessu ferli.
  4. Í glugganum Þjónn fyrir sendan póst skaltu gera eftirfarandi:

    1. Í reitnum Lýsing slærðu inn heiti póstþjónsins, t.d. „Outlook þjónn fyrir sendan póst“.

    2. Í reitinn Þjónn fyrir sendan póst skaltu færa inn heiti SMTP-þjónsins. Upplýsingar um hvernig þú finnur heiti (SMTP) þjóns fyrir sendan póst er að finna í Hvernig finn ég vefþjónsstillingarnar? síðar í þessu efnisatriði.

    3. Gakktu úr skugga um að reiturinn Nota eingöngu þennan þjón sé merktur.

    4. Veldu gátreitinn Nota sannvottun. Notandanafnið þitt og aðgangsorðið sem þú slóst inn fyrir þjón fyrir aðsendan póst birtist í textareitunum Notandanafn og Aðgangsorð. Þessi gildi eru eins fyrir þjóninn fyrir sendan póst. Smelltu á Halda áfram.

    5. Smelltu á Halda áfram. Mail athugar þá tenginguna við þjóninn fyrir sendan póst með sjálfgefnum stillingum.

      noteAth.:
      Ef prófunin heppnast ekki skaltu smella aftur á Halda áfram. Þú getur sannprófað stillingarnar þegar ferlinu er lokið.
  5. Ef þú notar IMAP4 skaltu í reitnum Reikningssamantekt smella á Búa til.

  6. Ef þú notar POP3 er ráð að láta biðlarann geyma afrit af skeytum sem þú sækir í staðbundnu tölvuna á þjóninum. Þannig er hægt að fá aðgang að skeytum úr öðrum póstforritum. Til að skilja eftir afrit af þessum skeytum á þjóninum skaltu gera eftirfarandi:

    1. Í reitnum Reikningssamantekt skaltu hreinsa gátreitinn Setja reikning á Netið og smella svo á Búa til.

    2. Í Mail ferðu í valmyndina Póstur og smellir á Kjörstillingar.

    3. Á flipanum Reikningar á yfirlitssvæðinu velurðu viðkomandi reikning.

    4. Á svæðinu hægra megin skaltu smella á Ítarlegt.

    5. Hreinsaðu gátreitinn Fjarlægja afrit af þjóni eftir að skeyti er sótt og lokaðu svo glugganum Reikningar.

  7. Ef þú vilt ekki að Mail geymi afrit af skeytunum þínum á þjóninum skaltu velja gátreitinn Setja reikning á Netið og smella á Búa til.

Hvernig finn ég vefþjónsstillingarnar?

Þú þarft að skoða eigin POP3-, IMAP4- og SMTP-þjónsstillingar áður en þú getur sett upp POP3- eða IMAP4-tölvupóstforrit.

Horfðu á þetta myndskeið til að læra hvernig hægt er að finna þjónsstillingar fyrir POP- eða IMAP-tölvupóstforrit.

Skráðu þig inn í tölvupóstreikninginn með Outlook Web App til að finna þjónsstillingarnar. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu smella á Valkostir > Skoða alla valkosti > Reikningur > Reikningurinn minn > Stillingar fyrir POP-, IMAP- og SMTP-aðgang. Netþjónanöfnin POP3, IMAP4 og SMTP og aðrar stillingar sem þú kannt að þarfnast eru tilgreindar á síðunni **Samskiptareglustillingar **,undir POP-stilling , IMAP-stilling og SMTP-stilling.

noteAth.:
Ef það stendur Ekki tiltækt hjá POP-stillingu, IMAP-stillingu og SMTP-stillingu kann að vera að notkun á POP eða IMAP-tölvupóstforritum sé ekki uppsett á reikningnum þínum. Frekari upplýsingar er að finna hjá þeim aðila sem hefur umsjón með tölvupóstreikningum þínum.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Ef þú veist ekki hvort þú átt að nota POP3 eða IMAP4 skaltu íhuga að nota IMAP4-aðgang því hann styður fleiri aðgerðir.

  • Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar þarftu að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Tenging við tölvupóstreikninginn þinn gegnum POP3 eða IMAP4 mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn í Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu svo að tengjast með POP3- eða IMAP4-forritinu. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur skráð þig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App er að finna í Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu, sjáAlgengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum.

  • Ef Mail tengist ekki gætir þú þurft að sannprófa að Mail sé settur upp þannig að hægt sé að senda og móttaka póst með öryggisstillingu sem heitir Secure Sockets Layer (SSL). Svona getur þú sannprófað að Mail noti SSL:

  1. Í Mail skaltu smella á Póstur > Kjörstillingar >Reikningar.

  2. Á flipanum Reikningar velurðu viðkomandi reikning og smellir á Ítarlegt.

  3. Á flipanum Ítarlegt:

    1. Gakktu úr skugga um að Nota SSL sé valið.

    2. Gakktu úr skugga um að Tengi sé 993 ef þú notar IMAP4. Tengi á að vera 995 ef þú notar POP3.

    3. Gakktu úr skugga um að Sannvottun sé Aðgangsorð.

    4. Gættu þess að textareiturinn Lénsheiti sé auður.

  4. Á flipanum Reikningsupplýsingar:

    1. Undir Þjónn fyrir sendan póst (SMTP) skaltu ganga úr skugga um að Nota aðeins þennan þjón sé valið.

    2. Undir Þjónn fyrir sendan póst (SMTP) skaltu smella á fellivalmyndina og smellir svo á Breyta þjónalista > Ítarlegt.

    3. Undir Þjónstengi skaltu tryggja að Nota Secure Sockets Layer (SSL) sé valið.

    4. Gakktu úr skugga um að Þjónstengi sé 25.

    5. Undir Sannvottun skaltu tryggja að valið sé Aðgangsorð og smelltu svo á Í lagi.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?