docs.microsoft.com - Notkunarskilmálar

Samþykki skilmála

Eftirfarandi notkunarskilmálar („skilmálar“) eiga við um þær þjónustur sem Microsoft lætur þér í té. Microsoft áskilur sér rétt til að uppfæra skilmálana hvenær sem er án þess að tilkynna þér um það. Hægt er að skoða nýjustu útgáfu skilmálanna með því að smella á tengilinn „Notkunarskilmálar“ neðst á vefsíðum okkar.

Efst á síðu

Lýsing á þjónustu

Í gegnum kerfi þessara vefeiginleika veitir Microsoft þér aðgang að ýmsum úrræðum, þ.m.t. fylgigögnum, þróunarverkfærum, niðurhalssvæðum, samskiptasvæðum og vöruupplýsingum (saman nefnt „þjónustur“). Skilmálarnir gilda um þjónusturnar, þ.m.t. allar uppfærslur, úrbætur, nýir eiginleikar og/eða viðbætur nýrra vefeiginleika.

Efst á síðu

Takmörkun á einkanotkun og notkun í öðrum tilgangi en viðskiptalegum

Sé annað ekki tekið fram eru þjónusturnar ætlaðar til þinna einkanota og til notkunar í öðrum tilgangi en viðskiptalegum. Þú mátt ekki flytja eða selja neinar upplýsingar, hugbúnað, vörur eða þjónustu sem þú færð út úr þjónustunum án þess að fyrir liggi skriflegt leyfi frá Microsoft.

Efst á síðu

Persónuvernd og verndun persónuupplýsinga

Í yfirýsingunni um persónuvernd er að finna upplýsingar um söfnun og notkun á upplýsingunum þínum.

Efst á síðu

Yfirlýsing sem á sérstaklega við um hugbúnað sem tiltækur er á þessu vefsvæði

Allur hugbúnaður sem tiltækur er til niðurhals í gegnum þjónusturnar („hugbúnaður“) telst vera höfundarréttarvarið verk Microsoft og/eða birgja þess. Notkun á hugbúnaðinum lýtur ákvæðum leyfissamningi notanda, sé hann til staðar, sem fylgir með hugbúnaðinum eða er hluti af honum („leyfissamningur“). Notandi mun ekki geta sett upp neinn hugbúnað sem leyfissamningur fylgir með eða er hluti af nema hann samþykki fyrst skilmála leyfissamningsins. Þér er veitt leyfi fyrir forskriftum eða kóða frá þriðju aðilum, sem þetta vefsvæði tengir á eða vísar til, af þeim þriðju aðilum sem eiga slíkan kóða, en ekki af Microsoft.

Hugbúnaðurinn er eingöngu gerður tiltækur til niðurhals fyrir notendur samkvæmt leyfissamningnum. Öll fjölföldun eða dreifing á hugbúnaðinum sem ekki er í samræmi við leyfissamninginn er stranglega bönnuð samkvæmt lögum og getur leitt til þungra viðurlaga í einka- og sakamálarétti. Afbrotamenn verða sóttir til saka og þyngstu refsingar krafist.

ÁN ÞESS AÐ ÞAÐ TAKMARKI ÁÐURNEFND SKILYRÐI ER AFRITUN EÐA FJÖLFÖLDUN Á HUGBÚNAÐINUM INN Á EINHVERN ANNAN ÞJÓN EÐA STAÐ TIL FREKARI FJÖLFÖLDUNAR EÐA DREIFINGAR SÉRSTAKLEGA BÖNNUÐ, NEMA SLÍK FJÖLFÖLDUN EÐA DREIFING SÉ SÉRSTAKLEGA LEYFÐ Í LEYFISSAMNINGNUM SEM FYLGIR MEÐ SLÍKUM HUGBÚNAÐI.

HUGBÚNAÐURINN LÝTUR EINGÖNGU ÁBYRGÐ Í SAMRÆMI VIÐ ÁKVÆÐI LEYFISSAMNINGSINS, SÉ UM EINHVERJA ÁBYRGÐ AÐ RÆÐA. AÐ UNDANSKILINNI ÞEIRRI ÁBYRGÐ SEM KVEÐIÐ ER Á UM Í LEYFISSAMNINGI UNDANSKILUR MICROSOFT SIG HÉR MEÐ ALLRI ÁBYRGÐ OG SKILYRÐUM ER VARÐA HUGBÚNAÐINN, Þ.M.T. ALLRI ÁBYRGÐ OG SKILYRÐUM FYRIR SÖLUHÆFNI, HVORT SEM HÚN ER BEIN, ÓBEIN EÐA LAGALEG, AÐ VARAN HENTI TILTEKINNI NOTKUN, EIGNARHALDI OG HELGI EIGNARRÉTTAR. ÞÉR TIL HÆGÐARAUKA GETUR MICROSOFT BOÐIÐ UPP Á VERKFÆRI OG ÚRRÆÐI TIL NOTKUNAR OG/EÐA NIÐURHALS SEM HLUTA AF ÞJÓNUSTUNNI EÐA HUGBÚNAÐARVÖRUM SÍNUM. MICROSOFT TRYGGIR Á ENGAN HÁTT NÁKVÆMNI NIÐURSTAÐNA EÐA ÚTTAKS SEM FÆST MEÐ SLÍKRI NOTKUN Á NEINUM SLÍKUM VERKFÆRUM EÐA ÚRRÆÐUM. VINSAMLEGAST VIRTU HUGVERKARÉTTINDI ANNARRA ÞEGAR ÞÚ NOTAR VERKFÆRIN OG ÚRRÆÐIN SEM Í BOÐI ERU Í GEGNUM ÞJÓNUSTUNA EÐA HUGBÚNAÐARVÖRUR MICROSOFT.

SKÝRING Á TAKMÖRKUÐUM RÉTTI. Allur hugbúnaður sem hlaðið er niður í gegnum þjónustuna fyrir eða fyrir hönd Bandaríkjanna, stofnana þeirra og/eða fyrir tilstilli þeirra („bandarísk stjórnvöld“) er veittur með takmörkuðum rétti. Notkun, fjölföldun eða birting bandarískra stjórnvalda er háð takmörkunum eins og tiltekið er í undirlið (c)(1)(ii) í ákvæðinu „Réttindi í tæknilegum gögnum og tölvuhugbúnaði“ í DFARS 252.227-7013 eða undirlið (c)(1) og (2) í „Takmörkuð réttindi í tölvuhugbúnaði“ í 48 CFR 52.227-19, eftir því sem við á. Framleiðandi er Microsoft Corporation, One Microsoft Way, Redmond, WA 98052-6399.

Efst á síðu

Yfirlýsing sem á sérstaklega við um skjöl sem tiltæk eru á þessu vefsvæði

Ákveðin gögn geta lotið sérstökum leyfisskilmálum, öðrum en þeim sem hér er að finna. Ef skilmálar stangast á skulu sérstöku leyfisskilmálarnir ráða.

MICROSOFT OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJAR ÞESS GEFA ENGAR FULLYRÐINGAR UM HENTUGLEIKA ÞEIRRA UPPLÝSINGA SEM ER AÐ FINNA Í SKJÖLUM OG TENGDU MYNDEFNI SEM BIRT ER SEM HLUTI AF ÞJÓNUSTUNUM Í NOKKRUM TILGANGI. ÖLL SLÍK SKJÖL OG TENGT MYNDEFNI ER SETT FRAM EINS OG ÞAÐ KEMUR FYRIR ÁN NOKKURRAR ÁBYRGÐAR. MICROSOFT OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJAR ÞESS SETJA FYRIRVARA VIÐ ALLAR ÁBYRGÐIR OG SKILYRÐI SEM VARÐA ÞESSAR UPPLÝSINGAR OG TENGT MYNDEFNI, ÞAR Á MEÐAL ALLAR ÁBYRGÐIR OG SKILYRÐI FYRIR SÖLUHÆFNI, HVORT SEM ÞÆR ERU BEINAR, ÓBEINAR EÐA LAGALEGAR, HÆFNI Í TILTEKNUM TILGANGI, EIGNARHALD OG HELGI EIGNARRÉTTAR. UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM SKULU MICROSOFT EÐA BIRGJAR ÞESS BERA BÓTASKYLDU VEGNA NOKKURS SÉRSTAKS ÓBEINS EÐA AFLEIDDS TJÓNS EÐA NEINS TJÓNS YFIR HÖFUÐ SEM HLÝST AF MISSI Á NOTKUN, GÖGNUM EÐA HAGNAÐI, HVORT SEM ER VEGNA FRAMKVÆMDAR SAMNINGS, VANRÆKSLU EÐA ANNARS KONAR VANEFNDA SEM HLJÓTAST Á EINHVERN HÁTT AF NOTKUN EÐA Í TENGSLUM VIÐ NOTKUN EÐA GÆÐI UPPLÝSINGA SEM TILTÆKAR ERU Í GEGNUM ÞJÓNUSTURNAR.

ÞAU SKJÖL OG TENGT MYNDEFNI SEM BIRT ER Í ÞJÓNUSTUNUM GETUR INNIHALDIÐ TÆKNILEGAR SKEKKJUR EÐA LETURFRÆÐILEGAR VILLUR. BREYTINGAR ERU REGLULEGA GERÐAR Á UPPLÝSINGUM Á VEFSETRINU. MICROSOFT OG/EÐA VIÐKOMANDI BIRGJAR ÞESS KUNNA HVENÆR SEM ER AÐ GERA LAGFÆRINGAR OG/EÐA BREYTINGAR Á ÞEIRRI VÖRU/ÞEIM VÖRUM OG/EÐA ÞVÍ FORRITI/ÞEIM FORRITUM SEM HÉR ER LÝST.

Efst á síðu

Yfirlýsingar varðandi hugbúnað, skjöl og þjónustur sem tiltækar eru á þessu vefsvæði

UNDIR ENGUM KRINGUMSTÆÐUM SKULU MICROSOFT EÐA BIRGJAR ÞESS BERA BÓTASKYLDU VEGNA NOKKURS SÉRSTAKS ÓBEINS EÐA AFLEIDDS TJÓNS EÐA NEINS TJÓNS YFIR HÖFUÐ SEM HLÝST AF MISSI Á NOTKUN, GÖGNUM EÐA HAGNAÐI, HVORT SEM ER VEGNA FRAMKVÆMDAR SAMNINGS, VANRÆKSLU EÐA ANNARS KONAR VANEFNDA SEM HLJÓTAST Á EINHVERN HÁTT AF NOTKUN EÐA Í TENGSLUM VIÐ NOTKUN EÐA FRAMMISTÖÐU HUGBÚNAÐAR, SKJALA, AF RÁÐSTÖFUNUM EÐA VÖNTUN Á AÐ ÞJÓNUSTUR SÉU VEITTAR, EÐA UPPLÝSINGUM SEM TILTÆKAR ERU Í GEGNUM ÞJÓNUSTURNAR.

Efst á síðu

Meðlimareikningur, aðgangsorð og öryggi

Ef einhver af þjónustunum krefst þess að þú opnir reikning verður þú að ljúka skráningarferlinu með því að láta okkur í té núverandi, fullnægjandi og nákvæmar upplýsingar sem beðið er um á viðeigandi skráningareyðublaði. Þú velur þér einnig aðgangsorð og notandanafn. Þú berð fulla ábyrgð á því að tryggja leynd aðgangsorðsins og reikningsins. Enn fremur berð þú fulla ábyrgð á allri virkni sem fram fer á reikningnum þínum. Þú samþykkir að tilkynna Microsoft tafarlaust um alla óleyfilega notkun á reikningnum þínum eða annað öryggisrof. Microsoft ber ekki bótaábyrgð vegna nokkurs tjóns sem þú kannt að verða fyrir vegna þess að einhver annar notar aðgangsorð þitt eða reikning, hvort sem það er með þinni vitund eða ekki. Þú gætir á hinn bóginn borið bótaábyrgð vegna tjóns sem Microsoft eða annar aðili verður fyrir vegna þess að einhver annar notar reikninginn þinn eða aðgangsorðið. Þú mátt ekki nota reikning neins annars án leyfis reikningshafa.

Efst á síðu

Engin ólögleg eða óheimil notkun

Það er skilyrði fyrir notkun þinni á þjónustunum að þú notir þær ekki í neinum tilgangi sem er ólöglegur eða óheimill samkvæmt þessum ákvæðum, skilmálum og yfirlýsingum. Þú mátt ekki nota þjónusturnar með neinum þeim hætti sem gæti skaðað, gert óvirka, sett of mikið álag á eða hamlað nokkrum þjóni Microsoft eða netkerfum sem tengjast nokkrum þjóni Microsoft, eða sem truflar notkun nokkurs annars aðila á þjónustunum. Þú mátt ekki reyna að fá óleyfilegan aðgang að neinum þjónustum, öðrum reikningum, tölvukerfum eða netkerfum sem tengjast nokkrum þjóni Microsoft eða einhverjum af þjónustunum, með því að hakka þig inn, nota aðgangsorðanám, eða með nokkrum öðrum hætti. Þú mátt ekki afla þér eða reyna að afla þér neins efnis eða upplýsinga með neinum hætti sem ekki eru vísvitandi gerðar tiltækar í gegnum þjónusturnar.

Efst á síðu

Notkun á þjónustum

Þjónusturnar geta falið í sér tölvupóstþjónustur, tilkynningatöfluþjónustur, spjallsvæði, fréttahópa, umræðuvefi, samfélög, persónulegar vefsíður, dagbækur, myndaalbúm, skráageymslur og/eða aðrar samskiptaleiðir sem hannaðar eru til að gera þér kleift að eiga samskipti við aðra (hver um sig „samskiptaþjónusta“ og saman „samskiptaþjónustur“). Þú samþykkir að nota samskiptaþjónusturnar eingöngu til að birta, senda og taka við skilaboðum og efni sem er viðeigandi, og þegar það á við, sem tengist samskiptaþjónustunni sem um ræðir. Sem dæmi, en ekki sem takmörkun, samþykkir þú að þegar þú notar samskiptaþjónusturnar munirðu ekki:

 • nota samskiptaþjónusturnar í tengslum við kannanir, samkeppnir, píramídasvindl, keðjubréf, ruslpóst eða önnur tvöföld eða óumbeðin skilaboð (hvort sem er í atvinnuskyni eða ekki).
 • rægja, misnota, áreita, hrella, ógna eða með öðrum hætti brjóta á lagalegum rétti (s.s. rétti til persónuverndar og birtingar) annarra.
 • birta, senda, hlaða upp, dreifa eða kynna nokkurt óviðeigandi, niðurlægjandi, rægjandi, klúrt, ósiðlegt eða ólöglegt umfjöllunarefni, heiti, efni eða upplýsingar.
 • hlaða upp, eða gera með öðrum hætti tiltækar, skrám sem innihalda myndir, ljósmyndir, hugbúnað eða annað efni sem varið er samkvæmt hugverkaréttarlögum, þ.m.t., sem dæmi en ekki sem takmörkun, höfundarréttar- eða vörumerkjalögum (eða samkvæmt rétti til persónuverndar eða birtingar) nema þú eigir eða hafir rétt til þess eða hafir fengið öll tilskilin leyfi til þess.
 • nota nokkurt efni eða upplýsingar, þ.m.t. myndir eða ljósmyndir, sem eru gerðar tiltækar í gegnum þjónusturnar með nokkrum þeim hætti sem brýtur í bága við nokkurn höfundarrétt, vörumerkjarétt, einkaleyfisrétt, viðskiptaleyndarmálarétt eða annan hugverkarétt nokkurs aðila.
 • hlaða upp skrám sem innihalda vírusa, trójuhesta, orma, tímasprengjur, afturköllunarþjarka, skemmdar skrár eða annan álíka hugbúnað eða forrit sem getur skaðað starfsemi tölvu annars aðila eða eign annars aðila.
 • auglýsa eða bjóðast til að selja eða kaupa vörur eða þjónustu í atvinnuskyni nema slík samskiptaþjónusta heimili slík skilaboð sérstaklega.
 • hlaða niður nokkurri skrá sem send er inn af öðrum notanda samskiptaþjónustu sem þú veist, eða átt að vita, að geti ekki hafa verið fjölfölduð, birt, flutt og/eða dreift með löglegum hætti.
 • falsa eða eyða neinum upplýsingum um höfundarrétt, s.s. höfundarmerkingum, lagalegum eða öðrum viðeigandi tilkynningum eða hugverkamerkingum eða merkingum um uppruna hugbúnaðarins eða annars efnis sem felst í skrá sem hlaðið er upp.
 • takmarka eða koma í veg fyrir notkun annarra notenda á samskiptaþjónustunni.
 • brjóta gegn nokkrum siðareglum eða öðrum viðmiðum sem geta átt við fyrir tiltekna samskiptaþjónustu.
 • safna saman eða með öðrum hætti safna upplýsingum um aðra, þ.m.t. netföngum.
 • brjóta gegn nokkrum viðeigandi lögum eða reglum.
 • villa á þér heimildir í því skyni að afvegaleiða aðra.
 • nota, hlaða niður eða með öðrum hætti afrita, eða láta í té (hvort sem er gegn gjaldi eða ekki), til einstaklings eða lögaðila nokkra skrá yfir notendur þjónustanna eða nokkrar aðrar upplýsingar um notendur eða notkun eða hluta þeirra.

Microsoft ber engin skylda til að fylgjast með samskiptaþjónustunum. Microsoft áskilur sér þó rétt til að yfirfara efni sem sent er inn í samskipaþjónusturnar og að fjarlægja efni að eigin geðþótta. Microsoft áskilur sér rétt til að loka fyrir aðgang þinn að hvaða samskiptaþjónustu sem er eða öllum samskiptaþjónustum, hvenær sem er, fyrirvaralaust og af hvaða ástæðu sem er.

Microsoft áskilur sér rétt til þess að láta af hendi allar upplýsingar sem Microsoft telur nauðsynlegar til að framfylgja öllum viðeigandi lögum, reglugerðum, lagaferlum eða stjórnvaldsbeiðnum, eða til að breyta, hafna því að birta eða fjarlægja allar upplýsingar eða efni, að hluta til eða að fullu, að eigin geðþótta Microsoft.

Sýndu ávallt aðgát þegar þú gefur upp persónugreinanlegar upplýsingar um þig eða börnin þín í nokkurri samskiptaþjónustu. Microsoft stjórnar ekki eða styður efni, skilaboð eða upplýsingar sem er að finna í nokkurri samskiptaþjónustu og þess vegna afsalar Microsoft sér sérstaklega allri ábyrgð sem varðar samskiptaþjónusturnar og nokkra lögsókn sem hlýst af þátttöku þinni í nokkurri samskiptaþjónustu. Umsjónarmenn og hýslar eru ekki viðurkenndir fulltrúar Microsoft og skoðanir þeirra þurfa ekki að vera í samræmu við stefnu fyrirtækisins.

Efni sem hlaðið er inn í samskiptaþjónusturnar getur verið háð uppgefnum takmörkunum á notkun, fjölföldun og/eða dreifingu. Þú berð ábyrgð á því að hlíta slíkum takmörkunum ef þú hleður efninu niður.

Efst á síðu

Efni sem Microsoft er látið í té eða sem birt er á vefsvæði Microsoft

Microsoft gerir ekki kröfu um eignarhald á efninu sem þú lætur Microsoft í té (þ.m.t. ábendingar og tillögur) eða birtir, hleður upp, leggur til eða sendir inn í nokkra þjónustu eða tengdar þjónustur til skoðunar fyrir almenning eða fyrir meðlimi nokkurs opins eða lokaðs samfélags (hvert um sig „framlag“ og saman „framlög“). Með því að birta, hlaða upp, setja inn, gefa upp eða senda inn („birta“) framlagið þitt veitir þú hins vegar Microsoft, tengdum fyrirtækjum þess og nauðsynlegum undirleyfishöfum heimild til að nota framlagið þitt í tengslum við rekstur sinn á netinu (þ.m.t., án takmarkana, allar Microsoft-þjónustur), þ.m.t., án takmarkana, leyfisrétt til að: afrita, dreifa, senda, birta opinberlega, flytja opinberlega, endurgera, breyta, þýða og endursníða framlagið þitt; að birta nafn þitt í tengslum við framlagið; og réttinn til þess að áframveita slíkan rétt hverjum þeim sem veitir þjónusturnar.

Engin þóknun verður greidd vegna notkunar á framlagi þínu eins og hér er lýst. Microsoft ber engin skylda til að birta eða nota nokkurt framlag sem þú leggur til og Microsoft getur fjarlægt hvaða framlag sem er að eigin geðþótta.

Með því að birta framlag ábyrgist þú og staðfestir að þú eigir eða sért með öðrum hætti handhafi allra réttinda á framlaginu eins og lýst er í þessum notkunarskilmálum, þ.m.t., án takmarkana, allra réttinda sem þú þarft til að gefa upp birta, hlaða upp, leggja inn eða senda inn framlögin.

Auk ofangreindrar ábyrgðar og staðfestingar ábyrgist þú og staðfestir, með því að birta framlag sem inniheldur myndir eða ljósmyndir eða er grafískt að öðru leyti að hluta til eða að fullu („myndir“), að (a) þú sért eigandi höfundarréttar slíkra mynda eða að eigandi höfundarréttar slíkra mynda hafi veitt þér leyfi til að nota slíkar myndir eða hvers kyns efni og/eða myndir sem slíkar myndir innihalda í samræmi við tilgang og eðli notkunarinnar og sem að öðru leyti samræmast þessum notkunarskilmálum og þjónustunum, (b) þú hafir tilskilinn rétt til að veita þau leyfi og undirleyfi sem lýst er í þessum notkunarskilmálum og (c) að sérhver einstaklingur sem birtist á slíkum myndum, ef þetta á við, hafi veitt samþykki sitt fyrir notkun myndanna eins og lýst er í þessum notkunarskilmálum, þ.m.t. sem dæmi en ekki sem takmörkun, dreifingu, opinberri birtingu og endurgerð slíkra mynda. Með því að birta myndir ertu að veita (a) öllum meðlimum lokaðs samfélags þíns (fyrir hverja slíka mynd sem er tiltæk meðlimum slíks lokaðs samfélags) og/eða (b) almenningi (fyrir hverja slíka mynd sem er tiltæk einhvers staðar í þjónustunum, annars staðar en í lokuðu samfélagi) leyfi til að nota myndirnar þínar í tengslum við notkun, eftir því sem þessir notkunarskilmálar leyfa, á einhverri af þjónustunum (þ.m.t. sem dæmi, en ekki sem takmörkun, að prenta þær og búa til gjafavöru sem inniheldur slíkar myndir) og sem felur í sér, án takmörkunar, óbundið, gjaldfrjálst leyfi sem gildir um allan heim til þess að: afrita, dreifa, senda, birta opinberlega, flytja opinberlega, endurgera, breyta, þýða og endursníða myndirnar þínar án þess að nafn þitt sé tengt við slíkar myndir; og réttinn til þess að áframveita slíkan rétt hverjum þeim sem veitir þjónusturnar. Leyfin sem veitt eru í ofangreindum málsgreinum vegna mynda falla úr gildi þegar þú fjarlægir með öllu slíka mynd úr þjónustunum, að því gefnu að slíkt hafi ekki áhrif á nein leyfi sem veitt hafa verið í tengslum við slíkar myndir áður en þú fjarlægir slíkar myndir með öllu. Engin þóknun verður greidd vegna notkunar á myndunum þínum.

Efst á síðu

Tilkynningar og ferli við kröfugerð vegna brota á höfundarrétti

Samkvæmt 17. bálki, grein 512(c)(2) í bandarískum lögum skal senda tilkynningar um meint brot á höfundarrétti til útnefnds fulltrúa þjónustuveitunnar. ÖLLUM FYRIRSPURNUM SEM EKKI EIGA VIÐ UM EFTIRFARANDI FERLI VERÐUR EKKI SVARAÐ.

Sjá „Tilkynningar og ferli við kröfugerð vegna brota á höfundarrétti“.

Efst á síðu

Tenglar á svæði þriðju aðila

TENGLARNIR Á ÞESSU SVÆÐI MUNU FLYTJA ÞIG AF VEFSVÆÐI MICROSOFT. TENGDU VEFSVÆÐIN LÚTA EKKI STJÓRN MICROSOFT OG MICROSOFT BER EKKI ÁBYRGÐ Á INNIHALDI TENGDRA VEFSVÆÐA EÐA ÞEIM TENGLUM SEM ER AÐ FINNA Á TENGDU VEFSVÆÐI EÐA NOKKRUM BREYTINGUM Á SLÍKUM VEFSVÆÐUM. MICROSOFT BER EKKI ÁBYRGÐ Á VEFVARPI EÐA NEINU ÖÐRU FORMI SENDINGA SEM TEKIÐ ER Á MÓTI FRÁ TENGDU VEFSVÆÐI. MICROSOFT SÉR ÞÉR AÐEINS FYRIR ÞESSUM TENGLUM ÞÉR TIL HÆGÐARAUKA OG ÞAÐ AÐ TENGILL SÉ TIL STAÐAR FELUR EKKI Í SÉR STUÐNING MICROSOFT VIÐ VEFSVÆÐIÐ.

Efst á síðu

Stefna varðandi innsendingu óumbeðinna hugmynda

MICROSOFT EÐA STARFSMENN ÞESS TAKA EKKI VIÐ EÐA TAKA TIL GREINA ÓUMBEÐNAR HUGMYNDIR, Þ.M.T. HUGMYNDIR AÐ NÝJUM AUGLÝSINGAHERFERÐUM, NÝJUM TILBOÐUM, NÝJUM VÖRUM EÐA TÆKNI, FERLUM, EFNI, MARKAÐSÁÆTLUNUM EÐA NÝJUM VÖRUHEITUM. VINSAMLEGAST SENDIÐ EKKI NEITT FRUMGERT MYNDEFNI, SÝNISHORN, PRUFUR EÐA ÖNNUR VERK. TILGANGUR ÞESSARAR STEFNU ER AÐ KOMAST HJÁ MISSKILNINGI EÐA ÁGREININGI ÞEGAR VÖRUM MICROSOFT EÐA MARKAÐSSETNINGU GETUR SVIPAÐ TIL HUGMYNDA SEM SENDAR HAFA VERIÐ TIL MICROSOFT. SENDU ÞVÍ ÓUMBEÐNAR HUGMYNDIR HVORKI TIL MICROSOFT NÉ TIL NEINS AÐILA HJÁ MICROSOFT. EF ÞÚ SENDIR OKKUR HUGMYNDIR ÞÍNAR OG EFNI, ÞRÁTT FYRIR ÞÁ ÓSK OKKAR AÐ ÞÚ GERIR ÞAÐ EKKI, ER MIKILVÆGT AÐ ÞÉR SÉ LJÓST AÐ MICROSOFT ÁBYRGIST EKKI AÐ FARIÐ VERÐI MEÐ HUGMYNDIR ÞÍNAR OG EFNI SEM TRÚNAÐARMÁL EÐA SEM EINKALEYFISVARIÐ EFNI.

Efst á síðu