Notkun POP3- og IMAP4-tölvupóstforrita

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-08-10

Í þessu efnisatriði finnurðu upplýsingar um hvernig á að tengjast tölvupóstreikningnum með tölvupóstforritum sem nota POP3 (Post Office Protocol, útgáfu 3) eða IMAP4 (Internet Message Access Protocol, útgáfu 4rev1). POP3 og IMAP4 eru internetsamskiptareglur sem gera þér kleift að ná í tölvupóst frá tölvupóstþjóni í tölvuna þína. POP3- og IMAP-tölvupóstforrit bjóða upp á grunneiginleika fyrir tölvupóst. Almennt gerir tenging reiknings með POP3 og IMAP4 þér ekki kleift að nota þá ítarlegu eiginleika fyrir tölvupóst og samvinnu sem veittir eru þegar tengt er með Exchange reikningi. Til að njóta bestu samvinnueiginleika mælum við með því að reikningurinn sé tengdur með Outlook Web App eða í gegnum póstforrit sem styður aðgang Exchange reikninga, svo sem Outlook 2007, Outlook 2010, Apple Mail 10.6 Snow Leopard, Apple Mail 10.7 Lion, Entourage 2008 Web Services Edition eða Outlook for Mac 2011.

Frekari upplýsingar um tölvupósts- og samstarfseiginleika sem studdir eru af ýmsum forritum sem þú getur notað til að tengjast við tölvupóstreikninginn, sjá Studd póstforrit og eiginleikar. Leiðbeiningar um uppsetningu tölvupósts í farsíma eru í Uppsetningarleiðsögn fyrir farsíma. Leiðbeiningar um uppsetningu tölvupósts í póstforriti í tölvu eru í Leiðsagnarforrit fyrir uppsetningu tölvupósts.

Notkun POP3-póstforrita

Þegar POP3-tölvupóstforrit hlaða niður tölvupóstskeytum á tölvuna þína er skeytinu sem var hlaðið niður sjálfkrafa eytt af netþjóninum. Þar sem afrit af tölvupóstskeytunum eru ekki geymd á netþjóninum geturðu aðeins fengið aðgang að tölvupóstskeytum sem þú hleður niður einni tölvu.

En það er hægt að stilla sum POP3-tölvupóstforrit þannig að þau geymi afrit af skeytunum á netþjóninum til að þú getir opnað sömu tölvupóstskeyti í fleiri tölvum. POP3-tölvupóstforrit er eingöngu hægt að nota til að hlaða niður skeytum af tölvupóstþjóni í eina möppu (yfirleitt Innhólfið) í tölvunni þinni. POP3-samskiptareglan geta ekki samstillt margar möppur á tölvupóstþjóninum við margar möppur á tölvunni þinni. POP3 styður heldur ekki aðgang að almenningsmöppum.

Notkun IMAP4-póstforrita

Tölvupóstforrit sem nota IMAP4 eru sveigjanlegri og búa yfirleitt yfir fleiri eiginleikum en tölvupóstforrit sem nota POP3. Þegar IMAP4-tölvupóstforrit hlaða niður tölvupóstskeytum á tölvuna þína er afrit af skeytinu sem var hlaðið niður sjálfkrafa geymt á netþjóninum. Vegna þess að afrit af tölvupóstskeytinu er geymt á netþjóninum geturðu opnað sama skeytið á mörgum tölvum. Með því að nota IMAP4-tölvupóst færðu aðgang að og getur búið til margar möppur fyrir tölvupóst á netþjóninum. Þú getur opnað hvaða skeyti sem er í hvaða möppu sem er á netþjóninum í tölvum sem eru á mismunandi stöðum.

Til dæmis er hægt að setja upp flest IMAP4-tölvupóstforrit þannig að þau geymi afrit af sendum skeytum á netþjóninum til að þú getir skoðað send skeyti á annarri tölvu. IMAP4 styður aðra eiginleika til viðbótar sem flest POP3-forrit styðja ekki. Til dæmis fylgir sumum IMAP4-forritum eiginleiki sem leyfir þér að skoða eingöngu haus tölvupóstskeyta á netþjóninum, eða frá hverjum skeytið er og efni þess og hlaða síðan niður skeytunum sem þú vilt lesa. IMAP4 styður einnig aðgang að almenningsmöppum.

Valkostir við sendingu og móttöku fyrir POP3- og IMAP4-tölvupóstforrit

POP3- og IMAP4-tölvupóstforrit leyfa þér að velja hvenær á að tengjast við netþjóninn til að senda og taka á móti tölvupósti. Í þessum hluta eru almennir tengimöguleikar kynntir og fjallað um ýmis atriði sem vert er að hafa í huga þegar þú velur tengivalkosti fyrir POP3- og IMAP4-póstforritin.

Algengar grunnstillingar

Þrjár af algengustu tengistillingum sem hægt er að stilla í POP3- eða IMAP4-tölvupóstforritum eru eftirfarandi:

  • Senda og taka við skeytum í hvert sinn sem þú ræsir tölvupóstforritið   Þegar þessi stilling er valin, er aðeins tekið við tölvupósti og hann sendur þegar þú ræsir tölvupóstforritið.

  • Senda og taka við skeytum handvirkt   Þegar þessi stilling er valin, eru skeyti eingöngu send og tekið við þeim þegar smellt er á valkostinn „senda og taka á móti“ í POP3- eða IMAP4-tölvupóstforritinu.

  • Senda og taka á móti skeytum með tilteknu mínútumillibili   Þegar þessi stilling er valin tengist tölvupóstforritið netþjóninum með tilteknu mínútumillibili til að senda skeyti og hlaða niður nýjum skeytum, ef einhver eru.

Frekari upplýsingar um notkun á slíkum stillingum fyrir tölvupóstforritin sem þú notar er að finna í Hjálp í fylgigögnum með tölvupóstforritinu sem um ræðir.

noteAth.:
Ef þú ert með tölvupóstreikning í tölvuskýi (ef póstskipan þín notar til dæmis Microsoft Office 365 fyrir fyrirtæki, Office 365 fyrir fagmenn og lítil fyrirtæki, eða Live@edu), og þú tengist við reikninginn þinn með POP3 eða IMAP4, berast fundarbeiðnir í Exchange frá tölvupóstnotendum í póstskipan þinni í innhólfið þitt sem tölvupóstur með tenglum við Outlook vefbúnaðartilvik í fundarbeiðnunum. Nánari upplýsingar er að finna í "Hvers vegna birtast fundarboð í innhólfinu mínu sem tölvuskeyti með tengla við Outlook vefbúnaðartilvik í fundarboðinu? Ég myndi frekar vilja fá fundarboð sem viðhengi í iCal. Er hægt að breyta þessu?" í Algengar spurningar: Tölvupóstforrit.

Atriði sem þarf að hafa í huga þegar þú velur stillingar fyrir móttöku og sendingu skeyta

Ef tækið eða tölvan sem keyrir POP3- or IMAP4-tölvupóstforrit er alltaf tengd við internetið, er ágætt að stilla tölvupóstforritið þannig að það taki við og sendi skeyti með tilteknu mínútumillibili. Með því að tengjast netþjóninum á reglulega er tölvupóstforritið jafnan uppfært með nýjustu upplýsingunum á netþjóninum. En ef tækið eða tölvan sem keyrir POP3- or IMAP4-tölvupóstforrit er ekki alltaf tengd við internetið (t.d. ef þú tengist internetinu með innhringitengingu) er ágætt að stilla tölvupóstforritið þannig að það taki við og sendi skeyti á handvirkan hátt. Með því að senda og taka við skeytum handvirkt þegar tengst er með innhringitengingu, styttir þú mögulega tímann sem þarf að tengjast Internetinu.

POP3- og IMAP4-forrit

Ef tölvupóstreikningurinn þinn styður POP3 og IMAP4, geturðu notað fjölda ólíkra POP3- og IMAP4-tölvupóstforrita til að tengjast reikningnum. Þessi forrit eru meðal annars Outlook, Windows Mail, Outlook Express, Entourage og forrit frá þriðja aðila eins og Mozilla Thunderbird og Eudora. Tölvupóstforritin styðja mismunandi eiginleika. Frekari upplýsingar um eiginleika sem tiltekin POP3- og IMAP4-forrit búa yfir er að finna í fylgigögnum með tölvupóstforritunum.

noteAth.:
Ef þú veist ekki hvort tölvupóstreikningurinn þinn styður POP3 og IMAP4, hafðu þá samband við umsjónarmann pósthólfsins þíns (stundum kallaður tölvupóststjóri).

Tölvupóstforrit sem nota POP3 eða IMAP4

Á töflunni hér á eftir eru nokkur tölvupóstforrit sem styðja POP3 og IMAP4.

Tölvupóstforrit Studd stýrikerfi

Microsoft Outlook 2010

Windows

Microsoft Outlook 2007

Windows

Microsoft Outlook Express

Windows

Microsoft Windows Live Mail 2011

Windows

Microsoft Windows Mail

Windows

Microsoft Entourage 2008

Macintosh

Mail (einnig kallað Apple Mail 3.0)

Macintosh

Thunderbird

Windows/Macintosh

Pine

Windows/Macintosh

Alpine

Windows/Macintosh

Eudora

Windows/Macintosh

iPhone Mail

Macintosh

Amazon Kindle Fire E-Mail

Kindle Fire

Windows Mobile Mail

Windows Mobile 5 eða seinni útgáfur

Hvar finn ég frekari upplýsingar?