Opna talhólf, tölvupóst, dagbók og tengiliði í farsíma með Outlook Web App

 

Á við: Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange

Efni síðast breytt: 2009-04-03

Þú getur notað Outlook raddaðgang til að hlusta á talskilaboð eða tölvupóst og opnað dagbókina eða persónulega tengiliði á símanum. Þú verður að slá inn PIN-númer til að opna tölvupóst, dagbók og tengiliðaupplýsingar í símanum. PIN-númerið sem þú velur verður þar að auki sjálfkrafa notað til að opna talhólfið.

Þrátt fyrir að ekki sé mælt með slíku er á flipanum Talhólf hægt að velja gátreitinn Leyfa mér að opna talhólfið án PIN-númers en þannig er hægt að opna talhólfið án þess að vera með PIN-númer. Ef slíkt er valið, er beðið um PIN-númer þegar tölvupóstur, dagbók eða tengiliðaupplýsingar eru opnuð en ekki þegar talhólfið er opnað

Hvernig get ég opnað talhólfið, tölvupóstinn, dagbókina og tengiliðina í símanum?

Opna talhólfið, tölvupóstinn, dagbókina og tengiliðina í farsímanum án þess að nota PIN-númer fyrir talhólfið:

  1. Hringdu í Outlook símanúmer raddaðgangs sem er á flipanum Talhólf .

  2. Þú heyrir eitthvað í líkingu við „Borist hafa 2 ný talskilaboð, 10 ný tölvupóstskeyti og næsti fundur er kl. 10:00. Segðu upphátt talhólf, tölvupóstur, dagbók, persónulegir tengiliðir, skráarsafn eða sérsniðnir valkostir“. Ef þú segir „tölvupóstur“, „dagbók“ eða „tengiliðir“ er beðið um PIN-númerið þitt.

Opna talhólfið, tölvupóstinn, dagbókina eða tengiliðina í farsímanum með PIN-númeri fyrir talhólfið:

  1. Hringdu í Outlook símanúmer raddaðgangs sem er á flipanum Talhólf .

  2. Þú heyrir „Sláðu inn PIN-númerið og ýttu á #-takkann“.

  3. Eftir að PIN-númerið er slegið inn, heyrist eitthvað í líkingu við „Borist hafa 2 ný talskilaboð, 10 ný tölvupóstskeyti og næsti fundur er kl. 10:00. Segðu upphátt talhólf, tölvupóstur, dagbók, persónulegir tengiliðir, skráarsafn eða sérsniðnir valkostir“.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Þegar þú slærð inn samsetningu af bókstöfum og tölustöfum, t.d. „Mike1092“, fylgja tölustafirnir samsvarandi tölum á lyklaborðinu. Til að slá inn netfangssamnefni fyrir „Mike1092“ á réttan hátt verður að ýta á tölurnar 64531092. Þar að auki er ekki samsvarandi takki á símum fyrir aðra stafi en A-Z og 0-9, þannig að ekki skal slá inn aðra stafi sem hluta af samnefninu. Til dæmis væri netfangssamnefnið „mike.wilson“ slegið inn með 6453945766. Þótt stafirnir séu 11 eru eingöngu 10 stafir slegnir inn, því punkturinn (.) hefur ekkert stafrænt jafngildi.