Share via


Outlook getur ekki opnað sjálfgefnar tölvupóstmöppur

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2010-06-15

Þegar þú reynir að setja upp tölvupóstreikning með Sjálfvirkri uppsetningu reiknings í Outlook gæti eftirfarandi boð birst.

Microsoft Office Outlook

Ekki hægt að opna sjálfgefnu tölvupóstmöppurnar þínar. Microsoft Exchange er ekki tiltækt. Annað hvort eru vandamál með net eða Exchange tölvan er í viðgerð.

Þessi villa getur orðið við Sjálfvirka uppsetningu reiknings ef sá sem sér um pósthólfið hefur slökkt á Exchange skyndiminni fyrir lénið. Ef slökkt er á Exchange skyndiminni fyrir lénið þarftu að nota POP eða IMAP4 til að tengjast pósthólfinu í stað þess að nota Exchange reikning.

Hvernig leysi ég vandamálið?

Ef Sjálfvirk uppsetning reiknings getur ekki tengst reikningnum og þú verður að tengjast tölvupóstreikningnum umsvifalaust, notaðu vafra eða tölvupóstforrit sem styður POP eða IMAP til að tengjast reikningnum með Outlook Web App. Frekari upplýsingar um hvernig á að tengjast með því að nota vafra er að finna í Vafrar sem styðja Outlook Web App. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur tengst með því að nota POP- eða IMAP-tölvupóstforrit er að finna í Aðgangur að reikningi með IMAP- eða POP-tölvupóstforritum.

  • Hafðu samband við þjónustuborð ef þú getur enn ekki tengst.