Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2014-08-27

Þú getur notað Outlook Web App til að fá aðgang að tölvupóstinum þínum í vafra. Vefslóðin sem þú notar til að skrá þig inn á Outlook Web App fer eftir gerð reiknings þíns. Hægt er að nota Outlook Web App til að fá aðgang að tölvupóstsreikningi sem er hýstur á netþjóni sem keyrir Microsoft Exchange Server 2010.

Hvaða vefslóð nóta ég til að skrá mig inn á Outlook Web App?

  1. Opnaðu vafrann þinn, eða nýjan glugga í honum ef hann er þegar opinn.

  2. Farðu á vefslóðina sem samsvarar þeirri gerð reiknings sem þú notar.

    Reikningur Gerð Veffang (URL)

    Microsoft Office 365

    Í skýi

    http://mail.office365.com

    Microsoft Live@edu

    Í skýi

    http://outlook.com

    Microsoft Business Productivity Online Standard Suite (BPOS)

    Í skýi

    Farðu á slóðir fyrir Microsoft Online Services.

    Tölvupóstreikningur fyrirtækis

    Innanhúss (Microsoft Exchange Server)

    Farðu á slóðina sem sá sem sér um tölvupóstreikninginn þinn gaf upp. Til dæmis gæti fyrirtæki sem heitir Contoso notað vefslóð á borð við https://mail.contoso.com.

    noteAth.:
    Ef þú ert með Microsoft Office 365 reikning geturðu einnig opnað tölvupóstinn þinn gegnum Office 365 gáttina. Til að gera þetta skaltu skrá þig inn á reikninginn þinn í Office 365 gáttinni og smella síðan á Outlook efst á síðunni.
    noteAth.:
    Ef þú ert með Live@edu reikning gætirðu einnig mögulega opnað tölvupóstinn þinn með sérsniðinni vefslóð sem sá sem sér um tölvupóstreikninginn þinn býr til.
  3. Færðu inn fullt tölvupóstfang fyrir auðkennið þitt.

  4. Sláðu inn aðgangsorð.

  5. Smelltu á Skrá inn.

  6. Þú getur einnig notað gátreitina til að láta tölvuna sem þú notar muna auðkennið og aðgangsorðið. Ekki velja gátreitina ef þú notar tölvuna með öðrum.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  1. Þú getur notað vinsælustu vafrana til að fá aðgang að pósthólfinu þínu. Frekari upplýsingar um stuðning við vafra er að finna í þessu efnisatriði: Vafrar sem styðja Outlook Web App

  2. Ef þú ert stjórnandi tölvupósts í póstskipan og notar skýjaþjónustu skaltu kynna þér Grunnstilla innskráningarvefslóðir fyrir Outlook Web App.