Algengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-01-11

Þetta er það sem notendur spyrja um varðandi vandamál sem tengjast innskráningu og aðgangsorðum.

Spurningar

  • Hvernig laga ég þessa villu: "HTTP 500 Innri villa" eða "LiveID auðkenniskóði hefur skilað villu 0x8004920a, sem gefur til kynna að það sé vandamál í stillingu vefþjónsins þíns. Athugaðu atvikaannál forritsins fyrir nánari upplýsingar og lagaðu það sem er að."?

  • Hvernig er aðgangsorðinu breytt?

  • Hvað ef ég gleymi aðgangsorðinu?

  • Hvers vegna get ég ekki tengt reikninginn minn úr fartæki eða póstforriti í tölvu eftir endurstillingu eða breytingu á mínu aðgangsorði?

  • Hvernig laga ég þessa villu: "Innskráning mistókst."?

  • Hvað geri ég ef ég get ekki skráð mig inn á tölvupóstinn minn?

  • Ég get ekki enn skráð mig inn á tölvupóstinn minn í Outlook Web App.

  • Veffangið sem ég nota virkar ekki lengur.

  • Af hverju get ég ekki skráð mig út af reikningnum mínum í Outlook Web App?

  • Af hverju er ég beðin/n um forstillingarupplýsingar þegar ég skrái mig inn á reikninginn minn í Outlook Web App?

  • Hvernig laga ég lykkjuvilluna sem kemur upp við útskráningu úr Safari?

Svör

Hvernig laga ég þessa villu: "HTTP 500 Innri villa" eða "LiveID auðkenniskóði hefur skilað villu 0x8004920a, sem gefur til kynna að það sé vandamál í stillingu vefþjónsins þíns. Athugaðu atvikaannál forritsins fyrir nánari upplýsingar og lagaðu það sem er að."?

Hreinsaðu kökurnar og eyddu tímabundnu skránum af vafranum þínum og prófaðu að skrá þig inn aftur. Frekari upplýsingar: HTTP 500 innri villa.

Spurningar

Hvernig er aðgangsorðinu breytt?

Frekari upplýsingar um hvernig breyta aðgangsorði er breytt eru í Breyta aðgangsorði reiknings.

Spurningar

Hvað ef ég gleymi aðgangsorðinu?

Ef þú manst ekki aðgangsorðið þarftu að endurstilla það til að fá aðgang að reikningnum. Verið getur að þú sjáir tengilinn Gleymdirðu lykilorðinu eða svipaðan tengil á síðunni til að breyta aðgangsorði, en það fer eftir stillingum reikningsins. Ef þú sérð hann skaltu nota tengilinn til að fá aðstoð við að endurstilla aðgangsorðið. Hafðu samband við þjónustuborð ef þú getur ekki endurstillt aðgangsorðið á þennan hátt.

Spurningar

Hvers vegna get ég ekki tengt reikninginn minn úr fartæki eða póstforriti í tölvu eftir endurstillingu eða breytingu á mínu aðgangsorði?

Þú þarft að uppfæra gildi lykilorðs í stillingum á fartækinu eða tölvupóstsforriti borðtölvu (t.d. Apple Mail, Mozilla Thunderbird, Microsoft Outlook eða Windows Live Mail) í hvert sinn sem lykilorð breytist.

Til að leysa þetta, vertu viss um að lykilorðið sem skráð er í stillingum á fartækinu eða í stillingum í tölvupóstsforriti borðtölvu passi við nýjasta lykilorðið sem þú notar til að skrá þig inn í Outlook Web App. Frekari upplýsingar er að finna í Breyta aðgangsorði reiknings.

Spurningar

Hvernig laga ég þessa villu: "Innskráning mistókst."?

Þessi villa getur komið upp ef þú:

  • Hefur reynt að skrá þig inn á reikninginn of oft með röngu netfangi eða aðgangsorði.

  • Lendir í vanda með eins Windows Live auðkenni.

Til að leysa þetta vandamál skaltu leita á innskráningarsíðunni að tengli til að endurstilla aðgangsorðið. Hafðu samband við þjónustuborð ef þú finnur ekki tengil til að endurstilla eða endurheimta aðgangsorð.

Spurningar

Hvað geri ég ef ég get ekki skráð mig inn á tölvupóstinn minn?

Þú þarft að skrá þig inn á reikninginn þinn í Outlook Web App í fyrsta sinn sem þú ferð inn á hann. Ef innskráning heppnaðist í fyrsta sinn en ekki eftir það skaltu prófa eitthvað af eftirfarandi:

  • Notaðu fullt tölvupóstfang með lénsheitinu (dæmi: tony@contoso.com) þegar þú skráir þig inn á reikninginn þinn.

  • Gakktu úr skugga um að þú sért að nota rétt innskráningarnafn. Innskráningarnafnið gæti verið notandanafnið þitt, (til dæmis Tony) eða það gæti verið allt netfangið (til dæmis tony@contoso.com). Stjórnandinn ætti að gefa þér þessar reikningsupplýsingar þegar reikningurinn þinn hefur verið stofnaður.

Spurningar

Ég get ekki enn skráð mig inn á tölvupóstinn minn í Outlook Web App.

Ef þú hefur staðfest að þú sért að nota rétt Windows Live auðkenni en getur ekki enn skráð þig inn getur verið að þú hafir þegar skráð þig inn í aðra þjónustu með öðrum reikningi Windows Live auðkennis.

Skráðu þig út úr öllum forritum, svo sem Windows Live Messenger, sem þú hefur skráð þig inn á með Windows Live reikningum, öðrum en reikningnum sem þú ert að nota til að skrá þig inn á tölvupóstinn þinn. Skráðu þig síðan aftur inn á reikninginn þinn. Upplýsingar um hvernig þú finnur veffangið sem þú átt að nota til að skrá þig inn á reikninginn þinn er að finna á Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra.

Spurningar

Veffangið sem ég nota virkar ekki lengur.

Ef þú varst hjá BPOS og hefur verið flutt(ur) til Microsoft Office 365 skaltu fara á http://mail.office365.com til að skrá þig inn á Outlook Web App.

Upplýsingar um hvernig þú finnur veffangið sem þú átt að nota til að skrá þig inn á reikninginn þinn er að finna á Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra.

Spurningar

Af hverju get ég ekki skráð mig út af reikningnum mínum í Outlook Web App?

Ef þú smellir á Skrá út og vafrinn bíður eftir að útskráningu ljúki skaltu loka vafraglugganum.

Spurningar

Af hverju er ég beðin/n um forstillingarupplýsingar þegar ég skrái mig inn á reikninginn minn í Outlook Web App?

Í fyrsta skipti sem þú skráir þig inn á tölvupóstinn þinn í Outlook Web App gætirðu verið beðin/n um að skrá inn forstillingarupplýsingarnar þínar. Ef reikningurinn þinn var stofnaður fyrir 25. október 2007 getur verið að þú verðir aftur beðin/n um að skrá inn forstillingarupplýsingarnar. Þegar þú hefur slegið inn forstillingarupplýsingarnar og samþykkt þjónustusamning Windows Live og yfirlýsingu um persónuvernd verður þú ekki beðin/n um þessar upplýsingar aftur og átt að geta skráð þig inn og notað reikninginn eins og venjulega.

Spurningar

Hvernig laga ég lykkjuvilluna sem kemur upp við útskráningu úr Safari?

Ef þú notar vafrann Safari til að komast inn á reikninginn og lendir í lykkjuvillu (loop) þegar þú smellir á Skrá út skaltu lesa Lykkjuvilla við útskráningu í Safari.

Spurningar

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

Ef frekari spurningar vakna, skoðaðu þá eftirfarandi tengla: