Deila með


Samnýtingarheimildir dagbókar

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Þú getur notað aðgerðina Breyta samnýtingarheimildum til að sjá þá sem þú hefur deilt dagbók með og heimildir þeirra. Einnig geturðu notað Breyta samnýtingarheimildum til að hætta að deila dagbókinni.

noteAth.:
Þessar upplýsingar eiga við staðlaða útgáfu af Outlook Web App. Eiginleikinn sem er lýst er ekki í boði í Outlook Web App Light.

Hvernig nota ég samnýtingarheimildir dagbókar?

  1. Í Outlook Web App skaltu smella á Dagbók Dagatal á yfirlitssvæðinu.

  2. Smelltu á Samnýta dagbók Samnýta í Dagbókartækjastikunni.

  3. Smelltu á Stilla samnýtingarheimildir dagbókar Breyta samnýtingarheimildum og veldu síðan heiti dagatalsins sem þú vilt breyta samnýtingarheimildum fyrir í samtalsglugganum Dagatal.

  4. Smelltu á nafn þess sem þú vilt breyta heimildum fyrir.

  5. Smelltu á Breyta og veldu heimildirnar sem þú vilt.

  6. Smella á Vista til þess að vista breytinguna.

Hvernig hætti ég að deila dagbók?

Svona ferðu að ef þú vilt hætta að samnýta dagbók með öðrum:

  1. Í Outlook Web App skaltu smella á Dagbók Dagatal á yfirlitssvæðinu.

  2. Smelltu á Samnýta dagbók Samnýta í Dagbókartækjastikunni.

  3. Smelltu á Stilla samnýtingarheimildir dagbókar Breyta samnýtingarheimildum og veldu síðan heiti dagatalsins sem þú vilt hætta að samnýta í samtalsglugganum Dagatal.

  4. Smelltu á nafn þess sem þú vilt hætta að deila dagbókinni með til að velja það og smelltu svo á Eyða.

  5. Smelltu á til að staðfesta að þú viljir eyða þeim einstaklingi af listanum eða smelltu á Nei til að hætta við.

Hvað annað er gott að vita?

Þú getur ekki notað Outlook Web App til að gefa einhverjum öðrum leyfi til að breyta dagbók þinni, en þú getur notað skipunina Delegate Access (aðgangur fulltrúa) í Outlook til að gefa öðru fólki í fyrirtækinu leyfi til að framkvæma breytingar á dagbók þinni og svara fundarbeiðnum fyrir þína hönd. Sjá Að leyfa öðrum að meðhöndla póst þinn og dagbók til að læra hvernig á að setja upp Delegate Access með því að nota Microsoft Outlook 2010.

Til að fá upplýsingar um hvernig skal nota Outlook 2010 til að stjórna dagbók sem er ekki í pósthólfi þínu, sjá Að meðhöndla póst annars og dagbókaratriði.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?