Uppsetning á aðgangi Mail fyrir Mac OS 10.6 Snow Leopard að tölvupóstreikningnum þínum

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-05-10

Ef þú keyrir Mac OS 10.6 Snow Leopard eða Mac OS 10.7 Lion geturðu notað Mail-forritið sem fylgir þeim til að tengjast tölvupóstreikningnum. Mail-forritið reynir þá að setja upp tölvupóstreikninginn þinn sjálfkrafa.

Þetta er gert í færri skrefum en með IMAP eða POP. Ef þú keyrir Mac OS 10.6 Snow Leopard eða Mac OS 10.7 Lion getur þú auk þess nýtt þér aðrar aðgerðir sem ekki eru tiltækar notendum sem tengjast gegnum IMAP eða POP, þar á meðal iCal og tengiliðaskrá. Þessi forrit auðvelda þér að halda utan um dagbókina þína og tengiliðaskrána.

Uppsetning aðgangs að tölvupóstreikningi með Mail for Mac OS 10.6 Snow Leopard eða Mac OS 10.7 Lion.

  1. Opnaðu Mail og gerðu eitt af eftirfarandi:

    • Ef þú hefur aldrei sett upp tölvupóstreikning með Mail birtist síðan Velkomin/n í Mail. Farðu í 2. skref.

    • Ef þú hefur áður sett upp tölvupóstreikninga með Mail skaltu fara í valmyndina Póstur og smella á Kjörstillingar. Á flipanum Reikningar skaltu smella á plúsmerkið (+) neðst á yfirlitssvæðinu til að opna gluggann Bæta við reikningi.

  2. Í glugganum Velkomin/n í Mail eða Bæta við reikningi:

    1. Í reitnum Fullt nafn slærðu inn nafnið sem þú vilt að birtist þeim sem þú sendir tölvupóst.

    2. Í reitnum Netfang skaltu færa inn aðalnetfangið þitt.

    3. Í reitnum Aðgangsorð skaltu slá inn aðgangsorðið fyrir tölvupóstreikninginn þinn og smella síðan á Halda áfram.

    Tölvupóstforritið reynir sjálfkrafa að setja tölvupóstreikninginn þinn rétt upp á grundvelli þeirra upplýsinga sem þú færðir inn á fyrri stigum.

  3. Ef Mail-forritinu tókst að setja upp reikninginn þinn sjálfvirkt velurðu viðbótarvalkosti sem þú vilt bæta við reikninginn undir Setja einnig upp undir Reikningsyfirlit.

    • Ef þú vilt nota forritið Address Book (tengiliðaskrá) sem fylgir Mac OS 10.6 Snow Leopard velurðu Address Book tengiliðir.

    • Ef þú vilt nota dagbókarforritið iCal sem fylgir Mac OS 10.6 Snow Leopard velurðu iCal-dagbækur.

    • Þegar þú hefur valið valkosti eftir þörfum skaltu smella á Búa til.

  4. Ef Mail-forritinu tókst ekki að setja upp tölvupóstreikninginn þinn sjálfvirkt skaltu bíða í fáeinar mínútur eða klukkustundir og framkvæmir síðan þessar aðgerðir að nýju. Ef Mail hefur enn ekki tekist að setja upp tölvupóstreikninginn þinn sjálfvirkt skaltu skoða hlutann „Hvað annað er gott að hafa í huga?“ hér að neðan.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Tenging við tölvupóstreikninginn gegnum Mail for Mac mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn. Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar er hægt að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu svo að tengjast með Mail for Mac. Frekari upplýsingar um hvernig þú skráir þig inn á reikninginn þinn með því að nota Outlook Web App eru að finna í Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með að skrá þig inn skaltu fara í Algengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum.

  • Ef Mail-forritinu tekst ekki að setja upp tölvupóstreikninginn þinn þótt þú hafir framkvæmt aðgerðirnar að nýju, leitar þú aðstoðar hjá þjónustuborði.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?