Uppsetning á Outlook fyrir Mac 2011 fyrir tölvupóstreikninginn

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-03-19

Hægt er að setja upp Microsoft Outlook fyrir Mac 2011 sjálfvirkt til að tengjast reikningnum þínum með því að nota eingöngu netfangið og aðgangsorðið þitt.

Hvernig set ég upp Outlook fyrir Mac 2011?

  1. Opnaðu Outlook fyrir Mac 2011. Í valmyndinni Verkfæri skaltu smella á Reikningar. Ef þetta er fyrsti reikningurinn sem þú býrð til í Outlook 2011 ferðu í Bæta við reikningi og smellir á Exchange-reikningur.

    Ef þú hefur áður búið til tölvupóstreikning fyrir annað netfang ferðu í hornið niðri, vinstra megin, í svarglugganum Reikningar og smellir á + og smellir svo á Exchange.

  2. Á síðunni Sláðu inn upplýsingar um Exchange-reikninginn þinn skaltu slá inn netfangið þitt.

  3. Undir Sannvottun skaltu gæta þess að Notandanafn og aðgangsorð sé valið.

  4. Í reitinn Notandanafn skaltu færa inn allt netfangið þitt.

  5. Gættu þess að Stilla sjálfkrafa sé valið og smelltu svo á Bæta við reikningi.

  6. Þegar þú hefur smellt á Bæta við reikningi leitar Outlook á netinu að stillingum tölvupóstþjóns þíns. Í svarglugganum sem spyr hvort þú viljir leyfa þjóninum að grunnstilla skaltu velja gátreitinn Alltaf nota svar mitt fyrir þennan þjón og smella svo á Leyfa.

    Ef Outlook getur sett reikninginn þinn upp sérðu reikninginn sem þú settir upp vinstra megin í svarglugganum Reikningar. Lokaðu svarglugganum Reikningar. Ef Outlook getur ekki sett upp tölvupóstreikninginn þinn skaltu skoða „Hvað annað er gott að hafa í huga?“ seinna í þessu efnisatriði.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar þarftu að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Tenging við tölvupóstreikninginn þinn gegnum Outlook mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn í Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu svo að tengjast með Outlook. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur skráð þig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App er að finna í Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu, sjáAlgengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnarnar tölvupóstreikningnum þínum.

  • Ef Outlook getur ekki sett upp reikninginn skaltu gera eitt eða fleira af eftirfarandi: