Share via


Setja upp Exchange ActiveSync í Windows Phone

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2014-08-27

Þú getur sett upp Exchange-tölvupóst á Windows Phone farsíma. Þegar þú setur upp Exchange-reikning á tækinu þínu getur þú fengið aðgang að og samstillt tölvupóstinn, dagbók og tengiliði.

Þessar leiðbeiningar eru fyrir tæki sem keyra á Windows Phone 7, Windows Phone 7.5 og Windows Phone 8. Upplýsingar um uppsetningu Windows-síma sem keyra á Windows Mobile 6.x eða öðrum fartækjum eru í Farsímaaðgerðir.

Hvernig set ég upp Exchange ActiveSync í Windows Phone?

  1. Í Start (byrja) skaltu strjúka til vinstri að App (forrit), velja Settings (stillingar) og velja síðan Email + accounts (póstur og reikningar).

  2. Veldu Add an account (bæta við reikningi) > Outlook.

  3. Færðu inn netfangið þitt og aðgangsorð og veldu síðan Sign in (skrá inn). Windows Phone reynir að setja upp tölvupóstreikninginn þinn sjálfkrafa. Ef uppsetningin tekst skaltu fara í skref 7.

  4. Ef þú sérð skilaboðin „Check your information and try again. You may have mistyped your password.“ skaltu ganga úr skugga um að þú hafir slegið inn rétt netfang og aðgangsorð. Á þessu stigi þarftu ekki að velja gildi fyrir User name (notandanafn) og Domain (lén). Veldu Sign in (skrá inn). Ef uppsetningin tekst skaltu fara í skref 7.

  5. Ef ekki er hægt að setja tölvupóstreikninginn upp sjálfkrafa birtast skilaboðin „We couldn’t find your settings“ (stillingarnar fundust ekki). Veldu Advanced (ítarlegt). Þú þarft að færa inn eftirfarandi upplýsingar:

    1. Netfang Þetta er fullt netfang þitt, til dæmis tony@contoso.com.

    2. Aðgangsorð Þetta er aðgangsorðið fyrir tölvupóstreikninginn þinn.

    3. Notendanafn Notandanafn er fullt netfang þitt, til dæmis tony@contoso.com.

    4. Lén Þetta er sá hluti netfangsins þíns sem kemur á eftir @-merkinu, til dæmis contoso.com.

    5. Vefþjónn Upplýsingar um hvernig finna á heiti vefþjónsins þíns er að finna í hlutanum „Finna heiti vefþjónsins“ hér að neðan.

    6. Select Show all settings (sýna allar stillingar) og gættu þess að reiturinn Server requires encrypted (SSL) connection (þjónninn krefst durlritaðrar SSL-tengingar) sé valinn.

  6. Veldu Sign in (skrá inn).

  7. Veldu OK (í lagi) ef Exchange ActiveSync biður um að velja reglur eða stilla aðgangsorð.

Finna heiti vefþjónsins

Til að ákvarða heiti vefþjónsins þíns skaltu nota eftirfarandi skref:

  1. Skráðu þig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App.

  2. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu velja Valkostir > Sjá alla valkosti > Reikningur > Reikningurinn minn > Stillingar fyrir POP-, IMAP- og SMTP-aðgang.

  3. Finndu heiti vefþjónsins undir Ytri stilling eða Innri stilling. Ef vefþjónsheitið þitt er á sniðinu podxxxxx.outlook.com er Exchange ActiveSync vefþjónsheitið þitt m.outlook.com. Ef vefþjónsheitið þitt inniheldur heiti fyrirtækisins, til dæmis pop.contoso.com, er vefþjónstheitið þitt það sama og Outlook Web App vefþjónsheitið þitt, að fráskildu /owa. Til dæmis, ef netfangið sem þú notar til að fá aðgang að Outlook Web App er https://mail.contoso.com/owa er Exchange ActiveSync heiti vefþjónsins mail.contoso.com.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar þarftu að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Tenging við tölvupóstreikninginn þinn gegnum farsíma mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn með Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu síðan að tengjast með farsímanum þínum. Til að fá frekari upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App, sjá Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu, sjáAlgengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum.