Setja upp tölvupóst í Outlook 2010 eða Outlook 2013

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-07-31

Hægt er að setja upp Outlook 2010 til að tengjast sjálfvirkt reikningnum þínum með Exchange reikningi því að nota eingöngu netfangið og aðgangsorðið þitt.

Ef þú notar Microsoft Office 365 þarftu að setja upp skjáborðið áður en hægt er að setja upp Outlook. Frekari upplýsingar eru í Settu upp skjáborðið fyrir Office 365.

noteAth.:
Þú kannt einnig að geta sett upp Outlook 2010 til að tengjast pósthólfinu þínu með POP eða IMAP. Ef þú notar hins vegar POP eða IMAP geturðu ekki notað alla dagbókar- eða samvinnueiginleika sem í boði eru þegar reikningur er opnaður með Exchange reikningi. Frekari upplýsingar er að finna í Setja upp Outlook 2010 fyrir IMAP- eða POP-aðgang að tölvupóstreikningi.

Horfðu á þetta myndband til að læra hvernig þú setur upp Outlook 2010

Hvernig set ég upp Outlook 2010?

  1. Opnaðu Outlook 2010. Ef Microsoft Outlook 2010 leiðsagnarforritið birtist sjálfkrafa skaltu smella á Áfram á fyrstu síðu leiðsagnarforritsins. Á síðunni Tölvupóstreikningar í leiðsagnarforritinu skaltu smella aftur á Áfram til að setja upp tölvupóstreikning.

    Ef Microsoft Outlook 2010 leiðsagnarforritið birtist ekki skaltu fara á Outlook 2010 tækjastikuna og smella á flipann Skrá. Rétt ofan við hnappinn Stillingar reiknings skaltu síðan smella á Bæta við reikningi.

  2. Á síðunni Sjálfvirk uppsetning reiknings gæti Outlook reynt að fylla inn stillingarnar Nafnið þitt og Netfang sjálfvirkt en það fer eftir því hvernig þú hefur skráð þig inn í tölvuna. Ef stillingarnar hafa verið fylltar inn rétt skaltu smella á Áfram svo að Outlook geti lokið við að setja upp reikninginn þinn.

    Ef stillingarnar á síðunni Sjálfvirk uppsetning reiknings eru auðar eða hafa ekki verið fylltar inn rétt skaltu hafa eftirfarandi í huga þegar þú leiðréttir stillingarnar:

    • Ef stillingarnar á síðunni Sjálfvirk uppsetning reiknings hafa ekki verið fylltar inn fyrir þig skaltu slá inn réttar stillingar samkvæmt þeim upplýsingum sem þú fékkst frá aðilanum sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum.

    • Ef nafnið í reitnum Nafnið þitt er rangt gætirðu þurft að endurstilla valkostina á síðunni Sjálfvirk uppsetning reiknings áður en þú getur breytt nafninu. Til að endurstilla valkostina skaltu smella á valhnappinn við hliðina á Grunnstilla stillingar þjóns eða aðrar tegundir þjóna handvirkt og smella síðan á valhnappinn við hliðina á Tölvupóstreikningur.

  3. Þegar þú hefur smellt á Áfram á síðunni Sjálfvirk uppsetning reiknings í leiðsagnarforritinu mun Outlook leita á netinu til að finna stillingar póstþjónsins. Þú verður beðin/n að slá inn notandanafn og aðgangsorð við leitina. Gakktu úr skugga um að þú hafir slegið inn fullt netfang (til dæmis tony@contoso.com) sem notandanafn.

    Ef Outlook getur sett upp reikninginn þinn muntu sjá eftirfarandi texta: Tölvupóstreikningurinn þinn hefur verið grunnstilltur. Smelltu á Ljúka.

    Ef Outlook getur ekki sett upp tölvupóstreikninginn þinn skaltu skoða „Hvað annað er gott að hafa í huga?“ seinna í þessu efnisatriði.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar þarftu að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Tenging við tölvupóstreikninginn þinn gegnum Outlook mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn í Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu svo að tengjast með Outlook. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur skráð þig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App er að finna í Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu, sjáAlgengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnarnar tölvupóstreikningnum þínum.

  • Ef Sjálfvirk uppsetning reiknings getur ekki tengt þig við reikninginn þinn skaltu framkvæma eitt eða fleiri af eftirfarandi atriðum:

    • Bíddu í nokkrar mínútur og reyndu aftur.

    • Ef þú verður að tengjast tölvupóstreikningnum umsvifalaust, notaðu vafra eða tölvupóstforrit sem styður POP eða IMAP til að tengjast reikningnum með Outlook Web App. Frekari upplýsingar um hvernig á að tengjast með því að nota vafra er að finna í Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur tengst með því að nota POP- eða IMAP-tölvupóstforrit er að finna í Aðgangur að reikningi með IMAP- eða POP-tölvupóstforritum.

    • Ef þú veist hver stjórnandi pósthólfsins er (stundum kallaður tölvupóststjóri), hafðu þá samband við hann og tilkynntu villuboðin sem þú færð þegar þú reynir að tengjast með Outlook.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?