Share via


Uppsetning á Exchange ActiveSync tölvupósti á farsíma frá Nokia

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2014-08-27

Ef þú notar stutt Nokia-tæki sem keyrir á Symbian-stýrikerfinu geturðu notað Nokia-póstforritið, Mail for Exchange, til að setja upp tölvupóst með Exchange ActiveSync. Þegar Exchange ActiveSync er notað fæst aðgangur að reikningsupplýsingum, þ.m.t. tölvupóstskeytum, dagbókarfærslum, tengiliðum og verkum.

Upplýsingar um hvaða Nokia-tæki styðja Mail for Exchange eru í „Hvað annað er gott að hafa í huga“ síðar í þessu efnisatriði.

Sjá Setja upp Exchange ActiveSync í Windows Phone ef Nokia-síminn er Windows-sími.

Hvernig set ég upp Exchange ActiveSync í Nokia-síma?

  1. Í valmyndinni Forrit velurðu Forrit > Póstur.

  2. Veldu Búa til nýtt pósthólf til að opna leiðsagnarforritið fyrir uppsetningu.

  3. Samþykktu þjónustuskilmála Nokia og veldu Byrja.

  4. Veldu Mail for Exchange af listanum yfir reikningagerðir og sláðu því næst inn eftirfarandi upplýsingar:

    1. Í textareitnum Aðgangsorð slærðu inn aðgangsorð reikningsins.

    2. Í reitnum Notandanafn slærðu inn notandanafn þitt, t. d. tony@contoso.com.

    3. Í reitnum Lén slærðu inn lénið þitt. Lénsheitið þitt er sá hluti netfangs þíns sem kemur á eftir merkinu (@), t. d. tony@contoso.com.

    4. Veldu Áfram til að halda áfram. Uppsetningarhjálpin mun reyna að setja tölvupóstreikninginn upp sjálfkrafa.

  5. Ef hjálparforritinu tekst að setja reikninginn upp skaltu fara í næsta skref. Ef ekki er hægt að klára ferlið sjálfvirkt þarftu að slá inn Exchange þjónsheitið handvirkt. Í reitnum Þjónsheiti Mail for Exchange slærðu inn heiti þjónsins og velurÁfram. Sjá upplýsingar um hvernig þú finnur þjónsheitið í hlutanum Finna heiti vefþjónsins míns.

  6. Veldu Í lagi þegar póstur fyrir Exchange lætur þig vita að ekki er mælt með því að nota margar aðferðir við að samstillt tengiliðina við símann þinn.

  7. Veldu hvort þú viljir samstilla dagbók, tengiliði og verk með því að velja viðeigandi valkosti og veldu síðan Áfram.

    noteAth.:
    Verk eru kölluð „to-do“-minnismiðar í farsímanum.
  8. Ef að tengiliðir eru þegar geymdir í farsímanum mun uppsetningarhjálpin spyrja þig hvort þú viljir halda tengliðunum í símanum eða eyða núverandi tengiliðum úr símanum. Veldu annað hvort Geyma í síma eða Eyða úr síma. Eftir að þú velur mun samstilling hefjast. Nokkrar mínútur gætu liðið þar til skilaboð, tengiliðir, dagbók og verkupplýsingar birtast.

Finna heiti vefþjónsins míns

Til að finna heiti vefþjónsins þíns skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Skráðu þig inn á tölvupóstreikninginn þinn með Outlook Web App.

  2. Í Outlook Web App skaltu smella á Valkostir > Skoða alla valkosti > Reikningur > Reikningurinn minn > Stillingar fyrir POP-, IMAP- og SMTP-aðgang.

  3. Notaðu heiti POP- eða IMAP-þjónsins til að finna þjónsheiti Exchange. Undir POP-stilling eða IMAP-stilling skaltu skoða gildið fyrir Þjónsheiti Hafðu eftirfarandi í huga:

    1. Ef heiti vefþjónsins er á sniðinu podxxxxx.outlook.com er Exchange ActiveSync heiti vefþjónsins m.outlook.com.

    2. Ef heiti vefþjónsins inniheldur nafn fyrirtækisins, til dæmis pop.contoso.com, er heiti vefþjónsins það sama og Outlook Web App heiti vefþjónsins, að /owa slepptu. Til dæmis, ef netfangið sem þú notar til að fá aðgang að Outlook Web App er https://mail.contoso.com/owa er Exchange ActiveSync heiti vefþjónsins mail.contoso.com.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Listi yfir Nokia-tæki sem eru samhæf Mail for Exchange er á síðunni Mail for Exchange á vefsvæði Nokia. Ef þú notar ekki stutt tæki skaltu skoða Uppsetning á POP eða IMAP-tölvupósti á nettengdum farsíma.

  • Ef þú samþykkir ekki reglurnar sem eru sendar í farsímann þinn geturðu ekki opnað eigin upplýsingar í farsímanum.

  • Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar þarftu að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Tenging við tölvupóstreikninginn þinn gegnum farsíma mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn með Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu síðan að tengjast með farsímanum þínum. Til að fá frekari upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App, sjá Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu, sjáAlgengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum.