Setja upp tölvupóst með forritinu Windows 8 Mail

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-11-20

Þú getur notað forritið Windows 8 Mail til að fá aðgang að tölvupóstreikningnum þínum með netfanginu þínu og aðgangsorði. Forritið Windows 8 Mail er innbyggt í Windows 8 og Windows RT.

warningViðvörun:
Ef þú ert að nota skýjapóstreikning, svo sem Microsoft Office 365 reikning, þarftu að skrá reikninginn þinn áður en tölvupóstur er settur upp í Windows 8 Mail. Frekari upplýsingar er að finna í „Hvað annað er gott að hafa í huga?“.

Hvernig set ég upp tölvupóst með forritinu Windows 8 Mail?

  1. Opnaðu forritið Windows 8 Mail.

  2. Ef hnappurinn Bæta við reikningi sést þegar Mail er ræst skaltu velja Bæta við reikningi > Exchange. Ef þú sérð ekki valkostinn Bæta við reikningi skaltu aðalhnappavalmyndina hægra megin á síðunni og velja Stillingar > Reikningar > Bæta við reikningi > Exchange.

  3. Á síðunni Bæta við Exchange-reikningi skaltu færa inn netfang og aðgangsorð og velja Tengja. Gakktu úr skugga um að þú hafir slegið inn fullt netfang (til dæmis tony@contoso.com) sem notandanafn.

    Þegar þú hefur valið Tengja leitar póstforritið að stillingum tölvupóstþjóns á netinu.

  4. Ef þú sérð skilaboðin „Tölvupóstreikningurinn þinn hefur verið grunnstilltur.“ skaltu velja Ljúka. Ef þú sérð skilaboðin „Tölvan þarf að vera öruggari svo póstþjónninn fyrir <email address> geti hafið samstillingu“ skaltu velja Næsta. Veldu því næst Framfylgja þessum reglum í reitnum Gera tölvuna mína öruggari. Þegar skilaboðin „Tölvupóstreikningurinn þinn hefur verið grunnstilltur.“ birtast skaltu velja Ljúka.

noteAth.:
Ef póstforritið getur ekki sett upp tölvupóstreikninginn þinn skaltu skoða „Hvað annað er gott að hafa í huga?“ síðar í þessu efnisatriði.

Skoða eða breyta stillingum forritsins Windows 8 Mail

Valkostur

Lýsing

Stillingar

Heiti reiknings

Heiti reikningsins sem birtist þegar þú skoðar hann í Windows 8 Mail.

Ekki í boði

Sækja nýjan tölvupóst

Hve oft á að sækja tölvupóst af netþjónum í Windows 8 Mail.

Þegar atriði berast

Á 15 mínútna fresti

Á 30 mínútna fresti

Á klukkustundar fresti

Handvirkt

Sækja tölvupóst frá

Magn tölvupósts sem á að sækja af þjóninum.

Síðustu þrjá daga

Síðustu sjö daga

Síðustu tvær vikur

Síðastliðnum mánuði

Alltaf

Efni til að samstilla   

Tilgreindu hvað þú vilt samstilla við tölvuna þína.

Tölvupóstur

Tengiliðir

Dagbók

Sækja sjálfkrafa ytri myndir

Hvort Windows 8 Mail á að sækja myndir sjálfkrafa. Ef þú hefur slökkt á þessum valkostum geturðu valið að sækja ytri myndir í hverju mótteknu skeyti fyrir sig.

Kveikt eða Slökkt

Nota undirskrift fyrir tölvupóst   

Búa til undirskrift sem birtist neðst í hverju skeyti sem þú sendir frá reikningnum þínum.

Já eða nei

Netfang

Netfang reikningsins þíns.

Ekki í boði

Aðgangsorð

Aðgangsorðið sem var fært inn þegar þú settir upp reikninginn.

Ekki í boði

Lén

Lén reikningsins þíns. Þessi stilling verður auð ef þú færðir ekki inn lén þegar reikningurinn var settur upp.

Ekki í boði

Notandanafn fyrir tölvupóst

Nafnið sem þú vilt að birtist í reitnum Frá í tölvupósti sem þú sendir frá þessum reikningi

Ekki í boði

Þjónn

Heiti tölvupóstþjónsins þíns

Ekki í boði

Þjónn krefst SSL

Hvort tölvupóstþjónustan sem þú notar krefst tengingar með SSL

Velja eða hreinsa

Sýna tilkynningar um tölvupóst fyrir þennan reikning

Hvort Windows 8 á að birta tilkynningar þegar ný skilaboð eru móttekin á þennan reikning.

Kveikt eða Slökkt

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar þarftu að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Tenging við tölvupóstreikninginn þinn gegnum Outlook mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn í Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu svo að tengjast með Outlook. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur skráð þig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App er að finna í Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu, sjáAlgengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnarnar tölvupóstreikningnum þínum.

  • Ef Mail getur ekki tengt þig við reikninginn þinn skaltu framkvæma eitt eða fleiri af eftirfarandi atriðum:

    • Gakktu úr skugga um að þú sért að nota nýjustu útgáfu Windows 8 Mail. Til að leita að uppfærslum fyrir forritið Windows 8 Mail velurðu, af upphafsskjánum, Netverslun > Stillingar > Uppfærslur forrita > Leita að uppfærslum.

    • Bíddu í nokkrar mínútur og reyndu aftur.

    • Ef þú þarft að tengjast tölvupóstreikningnum umsvifalaust skaltu nota vafra til að skrá þig inn á reikninginn með Outlook Web App. Frekari upplýsingar um hvernig á að tengjast með því að nota vafra er að finna í Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Þú getur einnig tengst með því að nota póstforrit sem styður POP eða IMAP. Upplýsingar um hvernig þú getur tengst með því að nota POP- eða IMAP-tölvupóstforrit er að finna í Aðgangur að reikningi með IMAP- eða POP-tölvupóstforritum.

    • Ef þú veist hver stjórnandi pósthólfsins er (stundum kallaður tölvupóststjóri) skaltu hafa samband við hann og tilkynna um villuboðin sem þú færð þegar þú reynir að tengjast.

  • Outlook-reikningur í Windows 8 Mail er reikningur sem notar Exchange ActiveSync til að tengjast við póstþjóninn. Öll samskiptaforritin í Windows 8 (Mail People, Calendar og Messenger) geta notað Exchange ActiveSync reikninga. Ef reikningi er bætt við í Mail birtast tengiliðir og dagbókargögn reikningsins í öðrum forritum og öfugt.

  • Windows 8 Mail styður ekki S/MIME-tölvupóstsniðið. Ef þú færð send skilaboð á S/MIME-sniði birtir Windows 8 Mail tölvupóstatriði með eftirfarandi í meginmáli: „Ekki er hægt að birta þessi dulrituðu skilaboð.“ Til að skoða tölvupóst með S/MIME-sniði er ráðlagt að opna skilaboðin með því að nota Outlook Web App, Microsoft Outlook eða annað póstforrit sem styður S/MIME-tölvupóst.

  • Í Windows 8 Mail geturðu hugsanlega tengst við reikninginn þinn með því að nota uppsetningarvalkostinn Bæta við reikningi > Annar reikningur. Þegar þú tengist með þeirri aðgerð geturðu sett upp reikninginn með því að nota IMAP og SMTP. Til að gera það þarftu að færa IMAP- og SMTP-þjónsstillingarnar inn handvirkt til að setja reikninginn upp. Með því að tengja reikninginn með IMAP og SMTP geturðu sent og móttekið tölvupóst reikningsins. Með IMAP er ekki hægt að samstilla tengiliði og dagbók á milli Windows 8 Mail og tölvupóstþjónsins. Upplýsingar um notkun IMAP eru í Aðgangur að reikningi með IMAP- eða POP-tölvupóstforritum. Upplýsingar um hvernig finna má stillingar þjónsins eru í Skoða stillingar fyrir POP3 og IMAP4.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?